Bílar keyptir á uppboði á ebay 14. desember 2004 00:01 Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira