Alsæl með þessa ákvörðun 14. desember 2004 00:01 Rúmlega þrjú ár eru liðin frá því að Ingibjörg Pálmadóttir hætti sem heilbrigðisráðherra. Hún hafði þá verið 20 ár í stjórnmálum, fyrst í bæjarmálunum á Akranesi, síðan sem alþingismaður og loks sem ráðherra. Þetta voru því mikil viðbrigði. Ingibjörg tók því rólega fyrst í stað en fór svo fljótlega að starfa fyrir Velferðarsjóð barna sem heilbrigðisráðuneytið og Íslensk erfðagreining standa sameiginlega að. Hún var í hlutastarfi fyrstu tvö árin en síðasta árið hefur hún verið í fullu starfi. Ingibjörg hné niður í beinu sjónvarpsviðtali frá Alþingi í janúarbyrjun 2001 og var lögð inn á sjúkrahús. Sex vikum síðar mætti hún galvösk til starfa í ráðuneytinu og á Alþingi en skömmu síðar ákvað hún að draga sig í hlé. Hún segist vera alsæl með þessa ákvörðun sína og "ég er líka alsæl með þann tíma sem ég var í stjórnmálum. Ég var í stjórnmálum í 20 ár og svo fannst mér einn daginn að þetta væri orðið fínt. Mig langaði til að fara að gera eitthvað annað og er búin að gera ýmislegt," segir hún. Ingibjörg er ánægð með ríkisstjórnina þessa dagana og telur hana standa sig vel. Staða kvenna innan Framsóknarflokksins hefur talsvert verið til umræðu og Ingibjörg segir að sú umræða þurfi stöðugt að eiga sér stað. "Menn mega ekki gleyma sér. Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka náð því að hafa jafnmikið vægi milli kvenna og karla í ríkisstjórn. Það hefur aldrei gerst á Íslandi. Nú eru þrjár konur í ríkisstjórn. Auðvitað verða alltaf einhverjar sveiflur í þessu en það er um að gera að minna á mikilvægi þess að hafa jafnvægi í byggðum landsins. Þær gera það mjög myndarlega. Miðað við þátttöku kvenna í stjórnmálum þá hefur Framsóknarflokkurinn verið mjög vakandi." Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rúmlega þrjú ár eru liðin frá því að Ingibjörg Pálmadóttir hætti sem heilbrigðisráðherra. Hún hafði þá verið 20 ár í stjórnmálum, fyrst í bæjarmálunum á Akranesi, síðan sem alþingismaður og loks sem ráðherra. Þetta voru því mikil viðbrigði. Ingibjörg tók því rólega fyrst í stað en fór svo fljótlega að starfa fyrir Velferðarsjóð barna sem heilbrigðisráðuneytið og Íslensk erfðagreining standa sameiginlega að. Hún var í hlutastarfi fyrstu tvö árin en síðasta árið hefur hún verið í fullu starfi. Ingibjörg hné niður í beinu sjónvarpsviðtali frá Alþingi í janúarbyrjun 2001 og var lögð inn á sjúkrahús. Sex vikum síðar mætti hún galvösk til starfa í ráðuneytinu og á Alþingi en skömmu síðar ákvað hún að draga sig í hlé. Hún segist vera alsæl með þessa ákvörðun sína og "ég er líka alsæl með þann tíma sem ég var í stjórnmálum. Ég var í stjórnmálum í 20 ár og svo fannst mér einn daginn að þetta væri orðið fínt. Mig langaði til að fara að gera eitthvað annað og er búin að gera ýmislegt," segir hún. Ingibjörg er ánægð með ríkisstjórnina þessa dagana og telur hana standa sig vel. Staða kvenna innan Framsóknarflokksins hefur talsvert verið til umræðu og Ingibjörg segir að sú umræða þurfi stöðugt að eiga sér stað. "Menn mega ekki gleyma sér. Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka náð því að hafa jafnmikið vægi milli kvenna og karla í ríkisstjórn. Það hefur aldrei gerst á Íslandi. Nú eru þrjár konur í ríkisstjórn. Auðvitað verða alltaf einhverjar sveiflur í þessu en það er um að gera að minna á mikilvægi þess að hafa jafnvægi í byggðum landsins. Þær gera það mjög myndarlega. Miðað við þátttöku kvenna í stjórnmálum þá hefur Framsóknarflokkurinn verið mjög vakandi."
Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira