Mikill hagvöxtur 13. desember 2004 00:01 Hagvöxturinn á milli þriðja ársfjórðungs í ár og í fyrra var 7,4 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2001. Tölur Hagstofunnar, sem eru til bráðabirgða, benda til þess að vöxtur í útflutningi hafi verið umtalsvert meiri en áætlað var. Útflutningur hefur aukist um ellefu prósent frá því á sama tíma í fyrra en innflutningur hefur vaxið um 7,3 prósent. Það er miklu minni hækkun en undanfarin misseri en innflutningur hafði vaxið um meira en tíu prósent milli ára næstu fimm ársfjórðunga á undan. Hagvöxtur er mældur sem vöxtur í útgjöldum þjóðarinnar auk mismunar á innflutningi og útflutningi. Þjónustugreinar hafa aukið gjaldeyristekjur sínar og er aukningin því rakin til bættrar tíðar í ferðamennsku og flugrekstri. Fylgst er með breytingum í einkaneyslu, fjárfestingum, birgðabreytingum og útgjöldum hins opinbera. Allir þættir, nema verðmæti birgða, hækka en mestu munar um aukningu í einkaneyslu og fjárfestingum. Vöxtur í samneyslu hefur undanfarið verið mun hægari en önnur útgjöld þjóðarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að aukinn vöxtur á útflutningi veki athygli en gera þurfi þann fyrirvara á tölum Hagstofunnar að ekki sé gert fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Um þróunina í útgjöldum hins opinbera segir Björn Rúnar að samneyslan sé á "ágætu róli". Hann segir að þótt ekki beri að lesa of mikið út úr þessum nýjustu tölum þá sé ljóst að mikill vöxtur sé í hagkerfinu. Um framhaldið segir Björn Rúnar að miklu ráði hvernig rekstur ríkissjóðs gangi, sérstaklega á næsta ári þegar endurskoðun kjarasamninga liggi fyrir. "Þetta verða spennandi tímar á næsta ári og miklu skiptir hvort ríkissjóði takist að halda fjárlagaafgangi," segir hann. Innlent Viðskipti Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Hagvöxturinn á milli þriðja ársfjórðungs í ár og í fyrra var 7,4 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan á fyrsta ársfjórðungi árið 2001. Tölur Hagstofunnar, sem eru til bráðabirgða, benda til þess að vöxtur í útflutningi hafi verið umtalsvert meiri en áætlað var. Útflutningur hefur aukist um ellefu prósent frá því á sama tíma í fyrra en innflutningur hefur vaxið um 7,3 prósent. Það er miklu minni hækkun en undanfarin misseri en innflutningur hafði vaxið um meira en tíu prósent milli ára næstu fimm ársfjórðunga á undan. Hagvöxtur er mældur sem vöxtur í útgjöldum þjóðarinnar auk mismunar á innflutningi og útflutningi. Þjónustugreinar hafa aukið gjaldeyristekjur sínar og er aukningin því rakin til bættrar tíðar í ferðamennsku og flugrekstri. Fylgst er með breytingum í einkaneyslu, fjárfestingum, birgðabreytingum og útgjöldum hins opinbera. Allir þættir, nema verðmæti birgða, hækka en mestu munar um aukningu í einkaneyslu og fjárfestingum. Vöxtur í samneyslu hefur undanfarið verið mun hægari en önnur útgjöld þjóðarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í greiningardeild Landsbankans, segir að aukinn vöxtur á útflutningi veki athygli en gera þurfi þann fyrirvara á tölum Hagstofunnar að ekki sé gert fyrir árstíðarbundnum sveiflum. Um þróunina í útgjöldum hins opinbera segir Björn Rúnar að samneyslan sé á "ágætu róli". Hann segir að þótt ekki beri að lesa of mikið út úr þessum nýjustu tölum þá sé ljóst að mikill vöxtur sé í hagkerfinu. Um framhaldið segir Björn Rúnar að miklu ráði hvernig rekstur ríkissjóðs gangi, sérstaklega á næsta ári þegar endurskoðun kjarasamninga liggi fyrir. "Þetta verða spennandi tímar á næsta ári og miklu skiptir hvort ríkissjóði takist að halda fjárlagaafgangi," segir hann.
Innlent Viðskipti Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira