Lántökur heimilanna aukast um 100% 9. desember 2004 00:01 Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Erlend lán íslenskra heimila hafa aukist um meira en eitt hundrað prósent síðan í byrjun september og eru nú tíundi hluti af lánum heimilanna. KB banki varar við þessari þróun og segir að greiðslubyrði heimilanna geti stóraukist, lækki gengi krónunnar. Gengislækkun sé hins vegar nauðsynleg til að draga úr viðskiptahallanum. Gengi krónunnar var umfjöllunarefni á morgunverðarfundi KB banka í morgun. Og efnið virðist heitt því salurinn á Nordica hóteli sprengdi utan af sér gestafjöldann sem var nálægt 400 manns. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, fór í upphafi yfir þá þætti sem ógna starfsemi fjármálafyrirtækjanna og velmegun í samfélaginu. Mesta ógnin væri þó óskaplegur viðskiptahalli sem Íslendingar byggju við. Sigurður telur að eina leiðin til að draga úr viðskiptahalla sé að lækka eða fella íslensku krónuna og að nauðsynlegt sé að hefja veikingu krónunnar nú þegar. Höggið verði stærra ef viðskiptahallinn fái tíma til að hlaðast upp. Á fundinum í morgun kom fram að íslensk heimili juku erlendar lántökur um 100 prósent frá september byrjun fram til loka október og nema þær nú 10 prósentum af lántökum heimilanna. Á fundinum var varað við því að heimilin tækju erlend lán eins og staðan er núna, því einsýnt sé að krónan muni fara lækkandi. Eins er viðbúið að vextir erlendis, sem eru mjög lágir nú, hækki að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands, og segir hann að það þýði að greiðslubyrðin muni vaxa hjá þeim sem tekið hafi erlend lán. Sem dæmi um hversu hratt skuldir þeirra sem taka lán í erlendri mynt geta vaxið skulum við taka lítið dæmi. Maður sem tekur milljóna lán í erlendum gjaldeyri á 3 prósenta vöxtum er með rúmlega 35 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Verði lítilsháttar gengislækkun, eða 5 prósent, og vextir hækka um tvö stig, þá eykst greiðslubyrðin um næstum 50 prósent og fer í rúman 50 þúsund kall. Lækki gengið um 10 af hundraði og vextir fari í 7 prósent, þá tvöfaldast greiðslubyrðin og fer í tæplega 70 þúsund krónur. Gengisfelling getur því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þetta fólk. Sigurður Einarsson segir hana auðveldlega geta leitt til þess að fólk eigi ekkert í fasteignum sem það fjármagnar í í erlendum myntum, til skemmri tíma litið. Fólk ætti því að íhuga það mjög vel að breyta erlendum fasteignalánum í innlend.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira