Kaupæði því dollarinn svo lágur 9. desember 2004 00:01 Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Kaupóðir Íslendingar fljúga í auknum mæli til Bandaríkjanna og margir reyna að smygla varningnum inn. Þetta finna starfsmenn tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Icelandair. "Við verðum mikið varir við þetta. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað má flytja tollfrjálst til landsins og er því stoppað hér í stórum stíl og krafið um greiðslu. Það má ekki versla fyrir meira en 46 þúsund krónur hver og þar af má einn hlutur aðeins kosta 23 þúsund. Það ber að greiða virðisaukaskatt og önnur gjöld af öllum varningi sem fluttur er inn til landsins umfram þessa upphæð," segir Kári Guðlaugsson, aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Magnið sem farþegarnir flytja til landsins er gríðarlegt, langt umfram heimildir, líklega 100-200 þúsund krónur á mann. Kári segir að tugir eða hundruð manna hafi greitt gjöld síðustu vikur og mánuði og þá einkum af fatnaði, leikföngum og gjafavöru. Ef dýrari hlutir eru fluttir til landsins og ekki framvísað þá er hald lagt á þá og viðkomandi greiðir sekt. Fólk hafi greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld síðustu vikur. "Við erum með nokkur mál í skoðun, meðal annars gítar, fiðlu og myndavélar. Það er þó nokkuð um að hljóðfæri séu flutt svona inn en það ber að greiða gjöld ef verðmæti hljóðfærisins er yfir 23 þúsund krónur," segir hann. Bókanir Íslendinga með Icelandair til Bandaríkjanna eru 40 prósentum fleiri nú en á sama tíma á síðasta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir mikla aukningu í verslunartengdum ferðum, einkum til Boston, Minneapolis og Baltimore. "Það fer ekkert framhjá okkur að dollarinn er lágur og margir nota tækifærið til að gera hagstæð innkaup," segir hann. "Það fer ekki framhjá vigtum að fólk er að versla, það er með fleiri töskur og handfarangur á bakaleiðinni. Þetta blasir við öllum og hefur verið með vaxandi þunga núna með haustinu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira