Kósí stemming í huggulegu húsnæði 9. desember 2004 00:01 "Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund." Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
"Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund."
Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira