Eigendur 67% hlutafjár samþykkja 9. desember 2004 00:01 Að meðtöldum eignarhlut Íslandsbanka í BNbank þá hafa eigegndur að meira en 67% hlutafjár samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka í BNbank. Tilboðstímabilið hófst 1. desember og því lýkur 17. desember. Þar sem þessum áfanga hefur nú þegar verið náð og með vísan til yfirlýsingar bankans frá 15. nóvember síðastliðnum vegna yfirtökutilboðs Íslandsbanka í BNBank, hefur bankaráð Íslandsbanka samþykkt að auka nú hlutafé félagsins, með vísan til heimildar í samþykktum félagsins, með sölu á 1.500 milljón nýjum hlutum til forgangsréttarhafa. Markaðsviðskipti bankans hafa umsjón með útboðinu. Til að mæta hugsanlegri umframeftirspurn í útboðinu eða ef aðrir fjárfestar en forgangsréttarhafar lýsa yfir áhuga á hlutum í félaginu í tengslum við útboðið, mun bankaráð við lok áskriftartímabilsins taka ákvörðun um hvort nýtt verður heimild í samþykktum félagsins til útgáfu á allt að 500 milljón hlutum án forgangsréttar hluthafa. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er tvíþættur. Annars vegar að fjármagna kaupin á BNbank og hins vegar að styrkja eiginfjárstöðu bankans vegna mikils vaxtar í útlánum bankans. Sá vöxtur er bæði í almennri útlánastarfsemi bankans innanlands og utan, m.a. í Lúxemborg sbr. tilkynningu bankans 7. desember um stofnun banka í Lúxemborg og útvíkkaða starfsemi þar. Réttur hluthafa til áskriftar í útboðinu miðast við hlutaskrá bankans við lok viðskipta þann 7. desember. Eins og tilkynnt var við lok sölu 1.000 milljón hluta 15. nóvember síðastliðinn, er gert ráð fyrir að verð til forgangsréttarhafa nú verði hið sama og þá, eða 10,65 krónur á hlut. Útboðið verður auglýst í næstu viku og nánari upplýsingar verða í útboðs- og skráningarlýsingu sem birt verður fyrir upphaf áskriftartímabils. Gert er ráð fyrir að áskriftartímabilið hefjist 17. desember og því ljúki 4. janúar. Greiðsludagur er ráðgerður 25. janúar. Íslandsbanki hefur skilgreint Noreg og Ísland sem heimamarkaði sína og hyggst leggja áherslu á vöxt á norska markaðnum. BNbank er afar samkeppnishæft og vel rekið fjármálafyrirtæki, sem náð hefur góðum árangri og fellur vel að stefnu Íslandsbanka. Kaupin á BNbank munu tvöfalda útlán og innlán Íslandsbankasamstæðunnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Að meðtöldum eignarhlut Íslandsbanka í BNbank þá hafa eigegndur að meira en 67% hlutafjár samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka í BNbank. Tilboðstímabilið hófst 1. desember og því lýkur 17. desember. Þar sem þessum áfanga hefur nú þegar verið náð og með vísan til yfirlýsingar bankans frá 15. nóvember síðastliðnum vegna yfirtökutilboðs Íslandsbanka í BNBank, hefur bankaráð Íslandsbanka samþykkt að auka nú hlutafé félagsins, með vísan til heimildar í samþykktum félagsins, með sölu á 1.500 milljón nýjum hlutum til forgangsréttarhafa. Markaðsviðskipti bankans hafa umsjón með útboðinu. Til að mæta hugsanlegri umframeftirspurn í útboðinu eða ef aðrir fjárfestar en forgangsréttarhafar lýsa yfir áhuga á hlutum í félaginu í tengslum við útboðið, mun bankaráð við lok áskriftartímabilsins taka ákvörðun um hvort nýtt verður heimild í samþykktum félagsins til útgáfu á allt að 500 milljón hlutum án forgangsréttar hluthafa. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er tvíþættur. Annars vegar að fjármagna kaupin á BNbank og hins vegar að styrkja eiginfjárstöðu bankans vegna mikils vaxtar í útlánum bankans. Sá vöxtur er bæði í almennri útlánastarfsemi bankans innanlands og utan, m.a. í Lúxemborg sbr. tilkynningu bankans 7. desember um stofnun banka í Lúxemborg og útvíkkaða starfsemi þar. Réttur hluthafa til áskriftar í útboðinu miðast við hlutaskrá bankans við lok viðskipta þann 7. desember. Eins og tilkynnt var við lok sölu 1.000 milljón hluta 15. nóvember síðastliðinn, er gert ráð fyrir að verð til forgangsréttarhafa nú verði hið sama og þá, eða 10,65 krónur á hlut. Útboðið verður auglýst í næstu viku og nánari upplýsingar verða í útboðs- og skráningarlýsingu sem birt verður fyrir upphaf áskriftartímabils. Gert er ráð fyrir að áskriftartímabilið hefjist 17. desember og því ljúki 4. janúar. Greiðsludagur er ráðgerður 25. janúar. Íslandsbanki hefur skilgreint Noreg og Ísland sem heimamarkaði sína og hyggst leggja áherslu á vöxt á norska markaðnum. BNbank er afar samkeppnishæft og vel rekið fjármálafyrirtæki, sem náð hefur góðum árangri og fellur vel að stefnu Íslandsbanka. Kaupin á BNbank munu tvöfalda útlán og innlán Íslandsbankasamstæðunnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira