Sjávarútveginum blæðir 8. desember 2004 00:01 Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn. Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn.
Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira