Gerrard hetja Liverpool 8. desember 2004 00:01 Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira