Neyðast til að flytja úr landi 8. desember 2004 00:01 Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira