Neyðast til að flytja úr landi 8. desember 2004 00:01 Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Gengi krónunnar hefur risið gríðarlega undanfarnar vikur, ekki síst eftir nýlega vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir. Neytendur sjá fram á góssentíð með ódýru morgunkorni og jafnvel ódýrara bensíni. En það fagna ekki allir. Fyrir fyrirtæki í útflutningi er sterkt gengi krónunnar ávísun á magra tíma. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, segir útflutningsgreinarnar þó hafa verið búnar við þeirri þróun sem nú á sér stað. Svona ástand hafi sést áður og það varði ekki lengi. Hann segir að menn reyni einfaldlega í svona ástandi að ná fram þeirri hagkvæmni sem þarf til að standa undir svona háu gengi. Afleiðingarnar gætu hins vegar orðið slæmar ef ekki hægist um í bráð. Sterk staða krónunnar hefur þó líka sína kosti, enda allar vörur sem kaupa þarf erlendis frá til viðhalds og framleiðslu ódýrari fyrir vikið. Jón segir að með lækkun dollarans lækki olíuverð og fleira einnig þannig að einhver jákvæð áhrif fylgi ástandinu. Hann segir útflutning ekki hafa dregist saman en svo gæti farið. Töluvert hafi verið um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína út á undanförnum misserum, sér í lagi til Eystrasaltsríkjanna, og auknig gæti orðið á því ef fram heldur sem horfir. Frjálst fall dollarans hefur hins vegar blessunarlega minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna að sögn Jóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira