Úrslit úr Meistaradeildinni 7. desember 2004 00:01 Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira