Morgunblaðið ekki dýragarður 7. desember 2004 00:01 Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías. Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira