Gengi krónunnar hækkaði um 1,77% 7. desember 2004 00:01 Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira