Bakvinnslusvið KB banka hefur starfsemi á Akureyri 6. desember 2004 00:01 KB banki hefur tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Það kom í hlut Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, að klippa á borða og opna bakvinnsludeildina formlega og lýsti hann yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun að opna þessa nýju deild á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði samkomuna og sagðist taka ofan fyrir KB banka vegna þessa atburðar. Liður í að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið KB banki er stærsti banki landsins og hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Bankinn rekur nú 36 útibú og afgreiðslustöðvar hér á landi en er auk þess með öfluga og sívaxandi starfsemi erlendis. Við vígsluathöfnina sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að það væri KB banka mikið ánægjuefni að gangsetja þessa vinnslu á Akureyri. "KB banki er öflugur þátttakandi í sókn fyrirtækja á erlendan markað, en bankinn er ekki síður áhugasamur um verkefni sín innanlands. Við erum stærsti banki landsins en eigum samt talsvert í land með að ná mestu markaðshlutdeild í viðskiptum við einstaklinga. Þess vegna erum við í öflugri "útrás" hér á íslensku vígstöðvunum ekki síður en á alþjóðavettvangi og hluti af henni er að gera "innrás" út á landsbyggðina."Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, klippti á borða er bakvinnsludeildin á Akureyri var formlega opnuð og naut við það aðstoðar Hilmars Ágústssonar, útibússtjóra á Akureyri, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
KB banki hefur tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Það kom í hlut Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, að klippa á borða og opna bakvinnsludeildina formlega og lýsti hann yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun að opna þessa nýju deild á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði samkomuna og sagðist taka ofan fyrir KB banka vegna þessa atburðar. Liður í að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið KB banki er stærsti banki landsins og hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Bankinn rekur nú 36 útibú og afgreiðslustöðvar hér á landi en er auk þess með öfluga og sívaxandi starfsemi erlendis. Við vígsluathöfnina sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að það væri KB banka mikið ánægjuefni að gangsetja þessa vinnslu á Akureyri. "KB banki er öflugur þátttakandi í sókn fyrirtækja á erlendan markað, en bankinn er ekki síður áhugasamur um verkefni sín innanlands. Við erum stærsti banki landsins en eigum samt talsvert í land með að ná mestu markaðshlutdeild í viðskiptum við einstaklinga. Þess vegna erum við í öflugri "útrás" hér á íslensku vígstöðvunum ekki síður en á alþjóðavettvangi og hluti af henni er að gera "innrás" út á landsbyggðina."Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, klippti á borða er bakvinnsludeildin á Akureyri var formlega opnuð og naut við það aðstoðar Hilmars Ágústssonar, útibússtjóra á Akureyri, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira