Andarunginn í Lækjargötu 6. desember 2004 00:01 Litli ljóti andarunginn í Lækjargötunni hefur áunnið sér fastan sess í miðbæjarlífinu. Hann er einn þeirra staða sem hefur verið nánast óbreyttur frá upphafi. Andrúmsloftið á Litla ljóta er ljúft og notalegt og alltaf hægt að ganga þar að góðum og fjölbreyttum matseðli vísum, svo og kósí og hlýlegu umhverfi. Tónlistin er lágstemmd og hægt að sitja og spjalla fram á nótt, en staðurinn er opinn til þrjú um helgar. Nú hefur Litli ljóti andarunginn verið stækkaður og opnaður nýr salur sem tekur um 50 manns í sæti. "Við erum ofsalega ánægð með útkomuna," segir Sigurveig Káradóttir, einn eigenda staðarins. "Salurinn er í anda þess sem hér er fyrir, og við vorum svo heppin að fá Stefán Ingólfsson arkitekt til að hanna bygginguna. Hann gerði þetta sérstaklega skemmtilega og við innréttuðum svo í okkar stíl og höldum fast í þá kósí og skemmtilegu stemmingu sem hér er fyrir. Hugmyndin er að fólk geti leigt salinn fyrir minni veislur og uppákomur, en hann hentar líka vel fyrir upplestrarkvöld og litla pólitíska fundi," segir Sigurveig hlæjandi. "Við erum opin fyrir öllu og um að gera að hafa samband við okkur ef fólk langar að fara í miðbæinn og gera sér glaðan dag." Sigurveig bendir á að þar sem salurinn er núna hafi áður verið port með skúrum í niðurníðslu. Nýi salurinn bæti því ásýnd miðbæjarins. "Það er alltaf verið að tala um að gæða miðbæinn lífi og þetta er einn liður í því." Þess má geta að eigendur Litla ljóta andarungans vantar nafn á nýja salinn. "Ef fólk er með skemmtilega hugmynd þá er um að gera að láta okkur vita." Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Litli ljóti andarunginn í Lækjargötunni hefur áunnið sér fastan sess í miðbæjarlífinu. Hann er einn þeirra staða sem hefur verið nánast óbreyttur frá upphafi. Andrúmsloftið á Litla ljóta er ljúft og notalegt og alltaf hægt að ganga þar að góðum og fjölbreyttum matseðli vísum, svo og kósí og hlýlegu umhverfi. Tónlistin er lágstemmd og hægt að sitja og spjalla fram á nótt, en staðurinn er opinn til þrjú um helgar. Nú hefur Litli ljóti andarunginn verið stækkaður og opnaður nýr salur sem tekur um 50 manns í sæti. "Við erum ofsalega ánægð með útkomuna," segir Sigurveig Káradóttir, einn eigenda staðarins. "Salurinn er í anda þess sem hér er fyrir, og við vorum svo heppin að fá Stefán Ingólfsson arkitekt til að hanna bygginguna. Hann gerði þetta sérstaklega skemmtilega og við innréttuðum svo í okkar stíl og höldum fast í þá kósí og skemmtilegu stemmingu sem hér er fyrir. Hugmyndin er að fólk geti leigt salinn fyrir minni veislur og uppákomur, en hann hentar líka vel fyrir upplestrarkvöld og litla pólitíska fundi," segir Sigurveig hlæjandi. "Við erum opin fyrir öllu og um að gera að hafa samband við okkur ef fólk langar að fara í miðbæinn og gera sér glaðan dag." Sigurveig bendir á að þar sem salurinn er núna hafi áður verið port með skúrum í niðurníðslu. Nýi salurinn bæti því ásýnd miðbæjarins. "Það er alltaf verið að tala um að gæða miðbæinn lífi og þetta er einn liður í því." Þess má geta að eigendur Litla ljóta andarungans vantar nafn á nýja salinn. "Ef fólk er með skemmtilega hugmynd þá er um að gera að láta okkur vita."
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira