Selja aðgang að sjúkrasögum 2. desember 2004 00:01 Líftæknifyrirtækin Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og ACLARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir að nota blóð- og æxlissýni auk þess sem ACLARA mun fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabbameinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACLARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rannsakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikilvægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Þórunn segir að ACLARA hafi ákveðið að hefja samstarf við UVS vegna þess sýnasafns og gagnagrunns sem þau eiga. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrannsóknum og eigi því nauðsynlegan en sjaldgjæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. "Það er sjaldgæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar," segir Þórunn. "Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er afmarkaður hópur af læknum sem meðhöndla krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur." Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTag™, tækni sem mælir stöðug prótein í lífvefjum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Líftæknifyrirtækin Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og ACLARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir að nota blóð- og æxlissýni auk þess sem ACLARA mun fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabbameinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACLARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rannsakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikilvægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Þórunn segir að ACLARA hafi ákveðið að hefja samstarf við UVS vegna þess sýnasafns og gagnagrunns sem þau eiga. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrannsóknum og eigi því nauðsynlegan en sjaldgjæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. "Það er sjaldgæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar," segir Þórunn. "Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er afmarkaður hópur af læknum sem meðhöndla krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur." Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTag™, tækni sem mælir stöðug prótein í lífvefjum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira