Stýrivextir Seðlabankans hækka um 1% 2. desember 2004 00:01 Verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólga fari langt upp fyrir markmið Seðlabankans á næsta og þar næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hækka um eitt próesentustig og verða 8,25% frá 7. desember n.k. Þetta er mun meiri hækun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð fyrir um. "Til þess að hafa nægilega skjót áhrif á verðbólguna þarf að bregðast hratt og tímanlega við," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær. Vaxtahækkunin er sú mesta sem Seðlabankinn hefur tilkynnt um í einu vetfangi. Þetta kemur ofan á aðrar vaxtahækkanir í ár en Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti um 2,95 prósentustig í ár. Ný þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir mun meiri hagvexti en áður var spáð. Í síðustu þjóðhagsspá, sem gefin var út í júní, var gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár yrði 4,3 prósent, 4,7 á næsta ári og 4,5 árið 2006. Nú spáir Seðlabankinn 5,4 prósenta hagvexti í ár, 6,1 prósents á næsta ári og 4,9 prósent árið 2006. Fram kom í máli Birgis Ísleifs að viðbrögð einstaklinga við auknum lánamöguleikum hafi verið kröftugri en búist var við. Þetta gerir það að verkum að einkaneysla er talin munu aukast hraðar en áður var talið auk þess sem verðmæti íbúðarhúsnæðis muni hækka hraðar. Seðlabankinn bendir einnig á að framkvæmdir við stóriðju verði fyrr en áður var gert ráð fyrir. Birgir Ísleifur sagði einnig að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefðu áhrif. "Það verður að telja verulegar lílkur á því að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi," sagði hann. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að yfirlýst markmið fjármálaráðuneytisins um aðhald í ríkisrekstri standist ekki. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að vöxtur samneyslunnar verði meiri en ráðuneytið heldur fram. Seðlabankinn tilkynnti einnig í gær að bankinn muni hætta kaupum á gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Þessi ákvörðun er einnig talin stuðla að styrkingu krónunnar. Peningmál, ársfjórðungsrit Seðlabankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Verðbólguspá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólga fari langt upp fyrir markmið Seðlabankans á næsta og þar næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hækka um eitt próesentustig og verða 8,25% frá 7. desember n.k. Þetta er mun meiri hækun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð fyrir um. "Til þess að hafa nægilega skjót áhrif á verðbólguna þarf að bregðast hratt og tímanlega við," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær. Vaxtahækkunin er sú mesta sem Seðlabankinn hefur tilkynnt um í einu vetfangi. Þetta kemur ofan á aðrar vaxtahækkanir í ár en Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti um 2,95 prósentustig í ár. Ný þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir mun meiri hagvexti en áður var spáð. Í síðustu þjóðhagsspá, sem gefin var út í júní, var gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár yrði 4,3 prósent, 4,7 á næsta ári og 4,5 árið 2006. Nú spáir Seðlabankinn 5,4 prósenta hagvexti í ár, 6,1 prósents á næsta ári og 4,9 prósent árið 2006. Fram kom í máli Birgis Ísleifs að viðbrögð einstaklinga við auknum lánamöguleikum hafi verið kröftugri en búist var við. Þetta gerir það að verkum að einkaneysla er talin munu aukast hraðar en áður var talið auk þess sem verðmæti íbúðarhúsnæðis muni hækka hraðar. Seðlabankinn bendir einnig á að framkvæmdir við stóriðju verði fyrr en áður var gert ráð fyrir. Birgir Ísleifur sagði einnig að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefðu áhrif. "Það verður að telja verulegar lílkur á því að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi," sagði hann. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að yfirlýst markmið fjármálaráðuneytisins um aðhald í ríkisrekstri standist ekki. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að vöxtur samneyslunnar verði meiri en ráðuneytið heldur fram. Seðlabankinn tilkynnti einnig í gær að bankinn muni hætta kaupum á gjaldeyri til að styrkja gjaldeyrisforða bankans. Þessi ákvörðun er einnig talin stuðla að styrkingu krónunnar. Peningmál, ársfjórðungsrit Seðlabankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira