Býður margfaldan hraða 1. desember 2004 00:01 Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins. Tækni Viðskipti Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira
Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins.
Tækni Viðskipti Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Sjá meira