Bankarnir höfðu samráð 30. nóvember 2004 00:01 Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur óeðlilegt að fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitji saman í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Í september í fyrra sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja félagsmálaráðherra bréf þar sem þeir kynntu tillögur sínar um útfærslu á húsnæðislánum. Í bréfinu er sú hugmynd sett fram orðrétt að hámarkslán til íbúðarkaupenda verði hækkað um eina milljón króna á ári frá núverandi hámörkum og endi í 11-12 milljónum króna í árslok 2007. „Þetta skiptir afar miklu máli til að sporna við hættu á verulegri ofþenslu á fasteignamarkaði,“ segir svo í bréfinu. Þetta hljómar fjarri öllum veruleika rúmu ári síðar þegar bankarnir bjóða nú allt að 25 milljóna lán til íbúðakaupa. Það að bankarnir skuli einum rómi leggja fram þessa tillögu vekur einnig upp spurninguna: Er eðlilegt að til séu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja? Eða hvað myndu menn segja ef til væru Samtök olíufélaga? Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að umhverfið sé breytt þannig að hlutir sem áður þóttu eðlilegir þykja það ekki lengur. „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum. Ef hún er eingöngu á faglegum nótum gæti hún átt rétt á sér en það er alltaf ákveðin hætta að menn spjalli um eitthvað annað yfir kaffibollanum en eingöngu um faglegar spurningar,“ segir Pétur. Í bréfi bankanna til félagsmálaráðherra kemur líka fram að bankarnir vilja fá árlegt umsýslugjald og leggja til einum rómi að það nemi hálfu prósenti. Þetta lyktar ekki af mikilli samkeppni. Jóhanna segir þetta bera vott um að það sé ákveðið samráð í gangi sem þurfi vissulega að skoða. Í stjórn Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sitja fjórir bankastjórar: Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka, Finnur Sveinbjörnsson, Sparisjóðsbanka, Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Pétur Blöndal telur óeðlilegt að þessir menn sitji í stjórn samtakanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira