Ríkið eignast Landsvirkjun 30. nóvember 2004 00:01 Ríkið eignast hlut Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun á næsta ári gangi áætlanir sérstakrar eigendanefndar eftir. Hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er að minnsta kosti þrjátíu milljarða króna virði. Þingflokkum stjórnarliðsins var gerð grein fyrir stöðu málsins í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gera áætlanir ráð fyrir því að Landsvirkjun verði að fullu komin í eigu ríkisins um þarnæstu áramót. Eigendanefnd hefur verið að kasta á milli sín tölum að undanförnu og undirbúið jarðveginn fyrir fundi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og Þórólfs Árnassonar borgarstjóra en þau hafa fundað nokkrum sinnum frá því í sumar. Auk þeirra hafa Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra komið að þessari vinnu. Til stóð að undirrita viljayfirlýsingu þessa efnis í dag en texti hennar liggur ekki enn fyrir. Það er yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að losa sig út úr rekstri Landsvirkjunar. Þær tölur sem eru undir eru háar: Talið er að verðmæti 45% hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun nemi um 25-30 milljörðum og 5% hlutur Akureyrarbæjar um 2-3 milljörðum. Sú hugmynd sem kom málinu á verulegt skrið var að ríkið greiddi kaupverðið upp í skuldbindingar Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Inn í þessar áætlanir falla hugmyndir ríkisins um að sameina Rafmagnsveitu ríkisins og Orkubú Vestfjarða við Landsvirkjun. Við það yrði sú grundvallarbreyting á Landsvirkjun að hún yrði bæði heildsölu- og smásölufyrirtæki í orku, rétt eins og Orkuveita Reykjavíkur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Ríkið eignast hlut Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun á næsta ári gangi áætlanir sérstakrar eigendanefndar eftir. Hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er að minnsta kosti þrjátíu milljarða króna virði. Þingflokkum stjórnarliðsins var gerð grein fyrir stöðu málsins í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gera áætlanir ráð fyrir því að Landsvirkjun verði að fullu komin í eigu ríkisins um þarnæstu áramót. Eigendanefnd hefur verið að kasta á milli sín tölum að undanförnu og undirbúið jarðveginn fyrir fundi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og Þórólfs Árnassonar borgarstjóra en þau hafa fundað nokkrum sinnum frá því í sumar. Auk þeirra hafa Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra komið að þessari vinnu. Til stóð að undirrita viljayfirlýsingu þessa efnis í dag en texti hennar liggur ekki enn fyrir. Það er yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að losa sig út úr rekstri Landsvirkjunar. Þær tölur sem eru undir eru háar: Talið er að verðmæti 45% hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun nemi um 25-30 milljörðum og 5% hlutur Akureyrarbæjar um 2-3 milljörðum. Sú hugmynd sem kom málinu á verulegt skrið var að ríkið greiddi kaupverðið upp í skuldbindingar Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Inn í þessar áætlanir falla hugmyndir ríkisins um að sameina Rafmagnsveitu ríkisins og Orkubú Vestfjarða við Landsvirkjun. Við það yrði sú grundvallarbreyting á Landsvirkjun að hún yrði bæði heildsölu- og smásölufyrirtæki í orku, rétt eins og Orkuveita Reykjavíkur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent