Friður og ró við arineld 29. nóvember 2004 00:01 Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upphitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. "Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst," segir hún og segir rafmagnsarna geta verið einkar eðlilega með reyk og öðrum arineinkennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. "Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim," segir hún brosandi. Viðarbrennsluofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. "Það fer svona dagurinn í að tengja hann," segir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar, rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krókhálsi. Það selur allskonar fylgihluti við arna svo sem neistagrindur, trekkspjaldastillingar og öskuskúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svarar hann. "Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar." Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upphitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. "Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst," segir hún og segir rafmagnsarna geta verið einkar eðlilega með reyk og öðrum arineinkennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. "Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim," segir hún brosandi. Viðarbrennsluofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. "Það fer svona dagurinn í að tengja hann," segir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar, rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krókhálsi. Það selur allskonar fylgihluti við arna svo sem neistagrindur, trekkspjaldastillingar og öskuskúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svarar hann. "Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar."
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira