Um hvað var samið? 25. nóvember 2004 00:01 Sagan endurtekur sig. Nú hefur grunnskólakennurum tekizt að semja um myndarlega kauphækkun og kjarabót sér til handa að loknu löngu og ströngu verkfalli. Þeir hlutu að hafa þennan háttinn á, enda fóru framhaldsskólakennarar þannig að fyrir fáeinum árum og höfðu þá frækilegan sigur í kjaradeilu sinni við ríkið. Menn geta deilt um réttmæti þess, að kennarar leggi niður vinnu langtímum saman og sendi nemendur sína heim í blóra við lögboðna skólaskyldu, en lögin í landinu veita þó kennurum skýlausan verkfallsrétt. Reynsla undangenginna ára sýnir, svo að varla verður um villzt, að kennarar hafa ekki náð fram nauðsynlegum kjarabótum nema með því að láta hart mæta hörðu. Um hvað var samið í þessari lotu? Niðurstaðan bendir til fjórðungshækkunar launa handa kennurum eða þar um bil, enda þótt erfitt sé að meta flókna kjarasamninga til fjár og lýsa þeim með einni prósentutölu. Kennarar hljóta að líta svo á, að þeim hafi nú tekizt að knýja fram langþráða leiðréttingu á launakjörum sínum miðað við aðrar starfsstéttir. Fyrir samninginn voru launakjör kennara miðað við aðrar stéttir lakari á Íslandi en alls staðar annars staðar á OECD-svæðinu nema í Slóvakíu (sjá skýrslu OECD, Education at a Glance 2004). Íslenzkir grunnskólakennarar voru t.a.m. ekki hálfdrættingar á við írska kennara 2002. Með nýjan samning í höfn hljóta kennarar að líta svo á, að þeim hafi tekizt að þoka kaupi sínu og kjörum miðað við aðrar stéttir nær meðallagi innan OECD. En bíðum við. Það er ekki alveg víst, að kennurum verði að ósk sinni. Það stafar af því, að öðrum starfsstéttum er í lófa lagið að heimta skaðabætur vegna kauphækkunar kennara - þ.e. kauphækkun handa sjálfum sér til að endurreisa launamuninn á þeim og kennurum. Undir eðlilegum kringumstæðum væri ekki mikil hætta á slíkum bótakröfum. Þá myndu vinnuveitendur semja við starfsmenn í hverju fyrirtæki fyrir sig og miða samningagerðina við afkomu fyrirtækjanna og afköst starfsfólksins, og kaup og kjör óskyldra starfsstétta kæmu málinu ekki við. Þá hefðu aðrir launþegar ekki aðstöðu til að skjóta kennurum aftur fyrir sig í launastiganum. Við búum þó ekki við þess háttar vinnumarkaðsskipulag. Við búum enn í aðalatriðum við gamla vinnulöggjöf frá árinu 1938 - löggjöf, sem gerir öðrum launþegum kleift að bindast samtökum (eins og kennararnir gerðu!) um að reyna að knýja fram kjarabætur handa sjálfum sér til jafns við kauphækkun kennara. Ef það gerist, þá hækka vinnulaun almennt til jafns við kennaralaunin, og kaupmáttaraukningin, sem kennarar voru að enda við semja um, verður þá að engu, þegar allt kemur til alls. Niðurstaðan verður þá óbreytt launahlutföll - og meiri verðbólga með gamla laginu, eða aukið atvinnuleysi. Verðbólga? Atvinnuleysi? Hvers vegna? Kauphækkun handa kennurum hefur engin áhrif á kaupgreiðslugetu atvinnulífsins, ekki í bráð. Ef samningurinn við kennara yrði til þess að leggja stórfellda launakostnaðarhækkun á fyrirtækin að kröfu annarra launþega, þá ættu þau varla annarra kosta völ en að velta kostnaðaraukningunni út í verðlagið eða fækka fólki. Rífleg kauphækkun handa kennurum mun eigi að síður styrkja skólastarfið, ef hún endist, og laða smám saman fleiri og betri kennara að skólunum og skila fleiri og betri nemendum inn í framhaldsskólana og út í fyrirtækin. Afköst vinnandi fólks og fjár og kaupgreiðslugeta fyrirtækjanna munu vafalítið aukast með bættum kjörum kennara til langs tíma litið, en þess er þó býsna langt að bíða. Menntun er langtímafjárfesting. Núverandi vinnumarkaðsskipan býður þeirri hættu heim, að aðrir launþegahópar reyni að knýja fram kauphækkun handa sér til jafns við kauphækkun kennara, eins og Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Tryggvi Þór Herbertsson dósent hafa bent á. Alþingi hefði átt að byrgja þennan brunn fyrir löngu með því að breyta vinnulöggjöfinni til að draga úr miðstýringu og dreifa valdi á vinnumarkaði. Það var ekki gert. Framvindan í vinnumálum næstu misseri mun því ráðast m.a. af því, hvort fáeinir forustumenn voldugra verklýðsfélaga fallast á þau rök kennara, að þeim beri nú myndarleg kauphækkun miðað við aðrar starfsstéttir. Nú reynir á verkalýðsforustuna. Hún hefur staðið sig vel í ýmsum greinum mörg undangengin ár. Megi hún gera það áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Sagan endurtekur sig. Nú hefur grunnskólakennurum tekizt að semja um myndarlega kauphækkun og kjarabót sér til handa að loknu löngu og ströngu verkfalli. Þeir hlutu að hafa þennan háttinn á, enda fóru framhaldsskólakennarar þannig að fyrir fáeinum árum og höfðu þá frækilegan sigur í kjaradeilu sinni við ríkið. Menn geta deilt um réttmæti þess, að kennarar leggi niður vinnu langtímum saman og sendi nemendur sína heim í blóra við lögboðna skólaskyldu, en lögin í landinu veita þó kennurum skýlausan verkfallsrétt. Reynsla undangenginna ára sýnir, svo að varla verður um villzt, að kennarar hafa ekki náð fram nauðsynlegum kjarabótum nema með því að láta hart mæta hörðu. Um hvað var samið í þessari lotu? Niðurstaðan bendir til fjórðungshækkunar launa handa kennurum eða þar um bil, enda þótt erfitt sé að meta flókna kjarasamninga til fjár og lýsa þeim með einni prósentutölu. Kennarar hljóta að líta svo á, að þeim hafi nú tekizt að knýja fram langþráða leiðréttingu á launakjörum sínum miðað við aðrar starfsstéttir. Fyrir samninginn voru launakjör kennara miðað við aðrar stéttir lakari á Íslandi en alls staðar annars staðar á OECD-svæðinu nema í Slóvakíu (sjá skýrslu OECD, Education at a Glance 2004). Íslenzkir grunnskólakennarar voru t.a.m. ekki hálfdrættingar á við írska kennara 2002. Með nýjan samning í höfn hljóta kennarar að líta svo á, að þeim hafi tekizt að þoka kaupi sínu og kjörum miðað við aðrar stéttir nær meðallagi innan OECD. En bíðum við. Það er ekki alveg víst, að kennurum verði að ósk sinni. Það stafar af því, að öðrum starfsstéttum er í lófa lagið að heimta skaðabætur vegna kauphækkunar kennara - þ.e. kauphækkun handa sjálfum sér til að endurreisa launamuninn á þeim og kennurum. Undir eðlilegum kringumstæðum væri ekki mikil hætta á slíkum bótakröfum. Þá myndu vinnuveitendur semja við starfsmenn í hverju fyrirtæki fyrir sig og miða samningagerðina við afkomu fyrirtækjanna og afköst starfsfólksins, og kaup og kjör óskyldra starfsstétta kæmu málinu ekki við. Þá hefðu aðrir launþegar ekki aðstöðu til að skjóta kennurum aftur fyrir sig í launastiganum. Við búum þó ekki við þess háttar vinnumarkaðsskipulag. Við búum enn í aðalatriðum við gamla vinnulöggjöf frá árinu 1938 - löggjöf, sem gerir öðrum launþegum kleift að bindast samtökum (eins og kennararnir gerðu!) um að reyna að knýja fram kjarabætur handa sjálfum sér til jafns við kauphækkun kennara. Ef það gerist, þá hækka vinnulaun almennt til jafns við kennaralaunin, og kaupmáttaraukningin, sem kennarar voru að enda við semja um, verður þá að engu, þegar allt kemur til alls. Niðurstaðan verður þá óbreytt launahlutföll - og meiri verðbólga með gamla laginu, eða aukið atvinnuleysi. Verðbólga? Atvinnuleysi? Hvers vegna? Kauphækkun handa kennurum hefur engin áhrif á kaupgreiðslugetu atvinnulífsins, ekki í bráð. Ef samningurinn við kennara yrði til þess að leggja stórfellda launakostnaðarhækkun á fyrirtækin að kröfu annarra launþega, þá ættu þau varla annarra kosta völ en að velta kostnaðaraukningunni út í verðlagið eða fækka fólki. Rífleg kauphækkun handa kennurum mun eigi að síður styrkja skólastarfið, ef hún endist, og laða smám saman fleiri og betri kennara að skólunum og skila fleiri og betri nemendum inn í framhaldsskólana og út í fyrirtækin. Afköst vinnandi fólks og fjár og kaupgreiðslugeta fyrirtækjanna munu vafalítið aukast með bættum kjörum kennara til langs tíma litið, en þess er þó býsna langt að bíða. Menntun er langtímafjárfesting. Núverandi vinnumarkaðsskipan býður þeirri hættu heim, að aðrir launþegahópar reyni að knýja fram kauphækkun handa sér til jafns við kauphækkun kennara, eins og Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Tryggvi Þór Herbertsson dósent hafa bent á. Alþingi hefði átt að byrgja þennan brunn fyrir löngu með því að breyta vinnulöggjöfinni til að draga úr miðstýringu og dreifa valdi á vinnumarkaði. Það var ekki gert. Framvindan í vinnumálum næstu misseri mun því ráðast m.a. af því, hvort fáeinir forustumenn voldugra verklýðsfélaga fallast á þau rök kennara, að þeim beri nú myndarleg kauphækkun miðað við aðrar starfsstéttir. Nú reynir á verkalýðsforustuna. Hún hefur staðið sig vel í ýmsum greinum mörg undangengin ár. Megi hún gera það áfram.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun