Leiðist eldhúsið 22. nóvember 2004 00:01 "Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla Hús og heimili Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
"Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla
Hús og heimili Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira