Ekki tímabært að ræða verkfall 19. nóvember 2004 00:01 Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir ekki tímabært að ræða það hvort leikskólakennarar nýti sér verkfallsrétt til að ná fram kröfu um sömu laun og aðrir kennarar. Hún er hæfilega vongóð um að sveitarfélögin gangi að kröfum þeirra. Samninganefnd leikskólakennar og launanefnd sveitarfélaganna hittust í dag eftir tveggja vikna hlé þar sem farið var yfir stöðu mála. Kröfur leikskólakennara hafa þó legið fyrir frá því samningar þeirra runnu út í lok ágústmánaðar. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir þær vera í fyrsta lagi að jafna laun leikskólakennara við laun kennara með sambærilega menntun. Í öðru lagi að skoðað sé ýmislegt er varði tíma til undirbúnings, mats og úrvinnnslu á starfinu því það hafi þróast ört með síauknum kröfum. Aðspurð hvort hún segist bjartsýn að leikskólakennarar hafi erindi sem erfiði segist Björg vera í eðli sínu bjartsýn en vissulega sé ekki mikið í hinu ytri umhverfi núna sem gefi tilefni til bjartsýni. „En við skulum sjá,“ segir Björg. Viðræðuáætlun er í gildi sem rennur út eftir viku. Í henni er ákvæði um að málinu verði þá vísað til Ríkissáttasemjara nema deilendur komi sér saman um annað. Formaður félags leikskólakennara vill þó engu spá um það hvort það stefni í verkfall leikskólakennara. Við leikskóla landsins starfa 1500 kennarar og nemendurnir eru um 17.000. Björg segist ekki vilja tala um verkfall fyrr en nauðsyn krefji. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir ekki tímabært að ræða það hvort leikskólakennarar nýti sér verkfallsrétt til að ná fram kröfu um sömu laun og aðrir kennarar. Hún er hæfilega vongóð um að sveitarfélögin gangi að kröfum þeirra. Samninganefnd leikskólakennar og launanefnd sveitarfélaganna hittust í dag eftir tveggja vikna hlé þar sem farið var yfir stöðu mála. Kröfur leikskólakennara hafa þó legið fyrir frá því samningar þeirra runnu út í lok ágústmánaðar. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir þær vera í fyrsta lagi að jafna laun leikskólakennara við laun kennara með sambærilega menntun. Í öðru lagi að skoðað sé ýmislegt er varði tíma til undirbúnings, mats og úrvinnnslu á starfinu því það hafi þróast ört með síauknum kröfum. Aðspurð hvort hún segist bjartsýn að leikskólakennarar hafi erindi sem erfiði segist Björg vera í eðli sínu bjartsýn en vissulega sé ekki mikið í hinu ytri umhverfi núna sem gefi tilefni til bjartsýni. „En við skulum sjá,“ segir Björg. Viðræðuáætlun er í gildi sem rennur út eftir viku. Í henni er ákvæði um að málinu verði þá vísað til Ríkissáttasemjara nema deilendur komi sér saman um annað. Formaður félags leikskólakennara vill þó engu spá um það hvort það stefni í verkfall leikskólakennara. Við leikskóla landsins starfa 1500 kennarar og nemendurnir eru um 17.000. Björg segist ekki vilja tala um verkfall fyrr en nauðsyn krefji.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira