Nýr utanríkisráðherra í BNA Þórlindur Kjartansson skrifar 17. nóvember 2004 00:01 Ný utanríkisráðherra Bandaríkjanna er af flestum talin vera herskárri og foringjahollari en forveri hennar í embætti Colin Powell. Powell naut ekki stuðnings hennar þegar hann lýsti efasemdum sínum um aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak. Þvert á móti er hún í hópi hörðustu stuðningsmanna hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Á vef The Economist er rifjað upp að um svipað leyti og Rice skaust fram á sjónarsviðið sem tilvonandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna árið 2000 birtist grein eftir hana í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Í þeirri grein fjallar hún um minnkandi vilja Bandaríkjamanna til að beita afli sínu á alþjóðavettvangi og segir að Bandaríkin eigi ekki að skirrast svið að beita herafli til þess að tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessu telst hún til ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem prédika eflingu hernaðarmáttar Bandaríkjanna. Í bók Bob Woodward, Bush at War, kemur fram að Rice hafi verið einn allra nánasti ráðgjafi Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin gerðu ekki greinarmun á ríkjum sem styddu eða skýldu hryðjuverkamönnum ráðfærði hann sig einungis við Rice og Karen Hughes sem þá var helsti ráðunautur Bush í fjölmiðlamálum. Rice er einnig lýst í bók Woodward sem manneskjunni sem gjarnan brúaði bilið á milli harðlínumanna í stjórninni, þar sem Cheney og Rumsfeld fóru fremstir, og hinna varfærnari með Powell í broddi fylkingar. Rice átti í gott trúnaðarsamband við Powell og í þau fáu skipti sem Powell átti kost á að ræða við forsetann án viðveru "haukanna" var Rice undantekningarlítið viðstödd. Þær breytingar sem þegar hafa verið tilkynntar á ráðuneyti Bush benda ekki til þess að forsetinn hafi í hyggju að mýkja stefnu sína - hvorki í utanríkis- eða innanríkismálum. Rice hefur skoðanir sem falla mun betur að stefnu Bush heldur en Powell hafði og því er ósennilegt að nýr utanríkisráðherra muni beina stefnu Bandaríkjamanna í annan farveg. Þeir sem hafa efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa ástæðu til að álykta sem svo að bandamönnum þeirra í Hvíta húsinu hafi fækkað um einn. Þeir sem styðja utanríkisstefnuna ættu hins vegar að fagna valinu á nýjum ráðherra. Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ný utanríkisráðherra Bandaríkjanna er af flestum talin vera herskárri og foringjahollari en forveri hennar í embætti Colin Powell. Powell naut ekki stuðnings hennar þegar hann lýsti efasemdum sínum um aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak. Þvert á móti er hún í hópi hörðustu stuðningsmanna hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Á vef The Economist er rifjað upp að um svipað leyti og Rice skaust fram á sjónarsviðið sem tilvonandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna árið 2000 birtist grein eftir hana í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Í þeirri grein fjallar hún um minnkandi vilja Bandaríkjamanna til að beita afli sínu á alþjóðavettvangi og segir að Bandaríkin eigi ekki að skirrast svið að beita herafli til þess að tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessu telst hún til ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem prédika eflingu hernaðarmáttar Bandaríkjanna. Í bók Bob Woodward, Bush at War, kemur fram að Rice hafi verið einn allra nánasti ráðgjafi Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin gerðu ekki greinarmun á ríkjum sem styddu eða skýldu hryðjuverkamönnum ráðfærði hann sig einungis við Rice og Karen Hughes sem þá var helsti ráðunautur Bush í fjölmiðlamálum. Rice er einnig lýst í bók Woodward sem manneskjunni sem gjarnan brúaði bilið á milli harðlínumanna í stjórninni, þar sem Cheney og Rumsfeld fóru fremstir, og hinna varfærnari með Powell í broddi fylkingar. Rice átti í gott trúnaðarsamband við Powell og í þau fáu skipti sem Powell átti kost á að ræða við forsetann án viðveru "haukanna" var Rice undantekningarlítið viðstödd. Þær breytingar sem þegar hafa verið tilkynntar á ráðuneyti Bush benda ekki til þess að forsetinn hafi í hyggju að mýkja stefnu sína - hvorki í utanríkis- eða innanríkismálum. Rice hefur skoðanir sem falla mun betur að stefnu Bush heldur en Powell hafði og því er ósennilegt að nýr utanríkisráðherra muni beina stefnu Bandaríkjamanna í annan farveg. Þeir sem hafa efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa ástæðu til að álykta sem svo að bandamönnum þeirra í Hvíta húsinu hafi fækkað um einn. Þeir sem styðja utanríkisstefnuna ættu hins vegar að fagna valinu á nýjum ráðherra. Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar