Segir sjávarútveg vanmetinn 12. nóvember 2004 00:01 Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um. Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um.
Viðskipti Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira