

Framtíð NBA boltans
Körfuboltastjörnur þessara ára urðu frægar langt út fyrir raðir íþróttaáhugamanna. Fremstan þar má hiklaust telja Michael Jordan sem samkvæmt rannsóknum naut ámóta frægðar á alþjóðlega vísu og Díana prinsessa, Madonna, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Jordan er raunar talinn vera frægasti íþróttamaður heims síðan Muhammmed Ali lagði heiminn að fótum sér.
NBA deildin hefur þó ekki ætíð notið velgengni. Á áttunda áratuginum var mikil lægð í atvinnukörfubolta í Bandaríkjunum. Leikmennirnir urður margir uppsvísir að ýmis konar hneykslum svo sem vegna eiturlyfjaneyslu og ýmis konar ólifnaðar. Almennt er álitið sem kaflaskil hafi orðið í deildinni þegar "Magic" Johnson og Larry Bird hófu leik á tímabilinu 1979 - ´80. Þeir tveir voru þá þegar orðnir frægir fyrir frammistöðu sína í háskólum sínum og áttu auðvelt með að heilla fólk með leikstíl sínum og framkomu utan vallar. Sérstaklega var "Magic" mikil lyftistöng fyrir deildina en þeir báðir sýndu fram á að leikgleðin var ekki töpuð úr deildinni þótt leikmennirnir væru komnir með svimandi há laun og létu stundum meira eins og odekraðar dramadrottningar en áhugasamir og kappsfullir íþróttamenn.
Það skemmdi heldur ekki fyrir að "Magic" og Bird fóru í gamalgróin lið í deildinni sem áttu sér dygga stuðningsmannahópa og merkilega sögu. "Magic" fór til Los Angeles á Vesturströndinni og Bird til Boston á Austurströndinni. Árið 1984 bættist svo síðasta spilið í púslinu við þegar Michael Jordan hóf að leika með Chicago Bulls. Þar með hafði deildinni áskotnast þrjár stjörnur á mikilvægustu mörkuðunum í Bandaríkjunum og allir voru þeir bæði framúrskarandi keppnismenn og ákjósanlegar fyrirmyndir ungmenna. Þetta réð mestu um að NBA deildin reis úr öskustónni og varð vinsælasta íþróttadeild í heimi á næstu tíu árum.
Hámarki náði NBA æðið í heiminum á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona þegar atvinnumenn máttu í fyrsta sinn keppa. Í því liði voru bæði "Magic" og Bird, sem nálguðust endalok ferils síns og Micheal Jordan sem var á hátindi síns.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekki allt gott fyrir NBA deildina. Nú eru það hneykslismál sem helst vekja athygli almennings á deildinni. Fjölmargir leikmenn hafa verið staðnir að eiturlyfjanotkun og skotvopnaeign og ein helsta von deildarinnar á síðustu árum, Kobe Bryant, sá tækifæri sitt um að taka við kyndli deildarinnar fara í súginn þegar hann var kærður fyrir að nauðga nítján ára stúlku í fyrra.
Eigingirni og græðgi hefur einnig orðið áberandi í fari leikmanna eins og sást vel á því að tveir bestu leikmenn deildarinnar, Bryant og Shaquille O´Neal, gátu ekki látið sér lynda þrátt fyrir að hafa saman unnið þrjá meistaratitla. Báðir ásökuðu þeir hinn um að skyggja á sig og að lokum þurftu eigendur Los Angeles Lakers að láta O´Neal og þjálfarann Phil Jackson fara til að þóknast geðsveiflunum í Kobe Bryant.
Leikmenn NBA deildarinnar eru meðal hæst launuðu íþróttamanna í heimi. Hæst launaði leikmaður deildarinnar í fyrra var Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves. Hann þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala (um tvo milljarða íslenskra króna) og meðallaun leikmanna eru í kringum tvær milljónir dala á ári. Til að setja þetta í eitthvað samhengi má nefna að Tony Parker, leikstjórnandi hjá San Antonio Spurs, er nú orðinn launahæsti íþróttamaður Frakklands og skýtur þar með Zinidine Zidane, einum fremsta knattspyrnumanni síðustu áratuga, aftur fyrir sig. Þó er Parker engin stórstjarna í NBA deildinni og að minnsta kosti nokkrir tugir leikmanna standa honum framar bæði hvað varðar getu og frægð.
Nýverið olli Latrell Sprewell, leikmaður Minnesota, fjaðrafoki þegar hann lýsti því yfir að hann áliti það móðgun að vera boðið tíu milljón dollara í laun (sjö hundruð milljónir króna). Framkvæmdastjóri deildarinnar ávítti Sprewell fyrir ummælin og aðdáendur urðu margir yfir sig hneykslaðir á heimtufrekjunni.
Sérfræðingar um málefni NBA deildarinnar telja sig þó eygja von. Í fyrra gekk bakvörðurinn Lebron James til liðs við Cleveland Cavaliers. James er aðeins nítján ára að aldri og er nú stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hann þykir ekki líklegur til þess að verða deildinni til skammar með hegðun sinni utan vallar og sýnir bæði leikgleði og baráttuþrek inn á vellinum sem margir telja að geti kveikt neista almennings gagnvart NBA deildinni á ný. Annar efnilegur nýliði frá í fyrra Camelo Anthony hefur einnig virst lofa góðu. Hann var hins vegar tekinn með hass fyrir skemmstu en ber því við að því hafi verið komið fyrir í farangri hans. Annað stórefni sem nú er að leika sitt annað tímabil er Dwayne Wade, félagi Shaquille O´Neal hjá Miami Heat. Wade er nú einn stigahæsti leimaður deildarinnar með 27 stig í leik.
Til þess að NBA deildin öðlist að nýju þær vinsældir sem hún naut fyrir um áratug er ljóst að ákveðin hugarfarsbreyting þarf að verða hjá íþróttamönnunum. Fyrir áhugamenn um NBA deildina gætu spennandi tímar verið framundan og ef leikmönnum og stjórnendum deildarinnar tekst að halda rétt á spilunum gæti fjölgað verulega í þeim hópi á næstu árum.
Þórlindur Kjartansson -thkjart@frettabladid.is
Skoðun

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar