Borgarstjóraefni árið 2006? 11. nóvember 2004 00:01 Það skýrist ekki fyrr en þegar líða tekur á næsta ár hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgarstjóri, verður borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum árið 2006. Þetta sagði Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í R-listanum, í viðtali við fréttastofuna í morgun. Alfreð segir að það verði ekki fyrr en líða taki á næsta ár sem línur fari að skýrast hvort flokkarnir þrír, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri - grænir, muni á ný bjóða fram saman í nafni R-listans. Verði það hins vegar niðurstaðan hljóti Steinunn Valdís að koma til greina sem borgarstjóraefni, sagði Alfreð, en vildi að svo stöddu ekki tjá sig nánar um framtíð R-listans. Innan Framsóknarflokksins á landsvísu hefur það sjónarmið verið viðrað að það geti verið rétt fyrir flokkinn að draga sig út úr R-lista samstarfinu fyrir næstu kosningar þar sem listinn sé ekki lengur á því flugi sem þarf til að tryggja sér stjórn borgarinnar. Með því að bjóða fram sér gætu fulltrúar hans náð sterkri stöðu við myndun nýs meirihluta, en gæti annars endað í hópi fallista. Sjálfstæðsimenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun fara hins vegar ekki dult með að þeir telja vænlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að það skuli vera Steinunn Valdís sem leiði R-listannn fram að kosningum, en ekki Þórólfur Árnason. Máli sínu til stuðnings segja þeir að á vissum sviðum sé Steinunn Valdís ekki í takt við nútímakröfur almennings, til dæmis um samgöngumannvirki, og rifja upp ummæli hennar í borgarstjórn þann 21. september síðastliðinn þegar verið var að ræða mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar sagðist Steinunn Valdís telja að mislæg gatnamót á þessum stað ættu alls ekki rétt á sér. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Það skýrist ekki fyrr en þegar líða tekur á næsta ár hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgarstjóri, verður borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum árið 2006. Þetta sagði Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í R-listanum, í viðtali við fréttastofuna í morgun. Alfreð segir að það verði ekki fyrr en líða taki á næsta ár sem línur fari að skýrast hvort flokkarnir þrír, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri - grænir, muni á ný bjóða fram saman í nafni R-listans. Verði það hins vegar niðurstaðan hljóti Steinunn Valdís að koma til greina sem borgarstjóraefni, sagði Alfreð, en vildi að svo stöddu ekki tjá sig nánar um framtíð R-listans. Innan Framsóknarflokksins á landsvísu hefur það sjónarmið verið viðrað að það geti verið rétt fyrir flokkinn að draga sig út úr R-lista samstarfinu fyrir næstu kosningar þar sem listinn sé ekki lengur á því flugi sem þarf til að tryggja sér stjórn borgarinnar. Með því að bjóða fram sér gætu fulltrúar hans náð sterkri stöðu við myndun nýs meirihluta, en gæti annars endað í hópi fallista. Sjálfstæðsimenn sem fréttastofan hefur rætt við í morgun fara hins vegar ekki dult með að þeir telja vænlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að það skuli vera Steinunn Valdís sem leiði R-listannn fram að kosningum, en ekki Þórólfur Árnason. Máli sínu til stuðnings segja þeir að á vissum sviðum sé Steinunn Valdís ekki í takt við nútímakröfur almennings, til dæmis um samgöngumannvirki, og rifja upp ummæli hennar í borgarstjórn þann 21. september síðastliðinn þegar verið var að ræða mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar sagðist Steinunn Valdís telja að mislæg gatnamót á þessum stað ættu alls ekki rétt á sér.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira