Styrkir til flokka verði rannasakaðir 11. nóvember 2004 00:01 "Skiptar skoðanir hafa verið milli flokkanna hvort eigi að opna bókhald þeirra og sumir hafa ákveðið að upplýsa um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir hafa ekki viljað upplýsa neitt. Væntanlega telja menn sig að einhverju leyti bundna af því að hafa gefið út yfirlýsingar um trúnað áður og þeir séu því bundnir af trúnaði gagnvart styrktaraðilum sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé ekki gagnvart olíufélögunum því að stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagnvart þess háttar starfsemi þegar talið er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir 40 milljarða tjóni. Þá tel ég í rauninni að flokkarnir eigi allir að upplýsa um þessi tengsl," segir Helgi Hjörvar alþingismaður. "Hinsvegar er óraunsætt að stjórnarflokkarnir sem hafa sérstaklega verið andvígir því að upplýsa um styrki muni opna bókhald sitt vegna þessa. Mér finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir hreinsi stjórnvöld af öllum grun um að hafa hlíft olíufélögunum og fjársvelt Samkeppnisstofnun í allan þennan tíma vegna þess að þeir hafi fengið greiðslur frá félögunum. Ég hef því lagt til að flokkarnir leiti til Ríkisendurskoðunar um að hún skoði þessi fjárhagslegu samskipti. Þar með væri ekki verið að aflétta trúnaði eða opna bókhald. Einstakir flokkar gætu sett einhver skilyrði fyrir slíkri athugun en ég held að meginatriðið sé að Ríkisendurskoðunin kanni styrki til olíufélaganna almennt, hversu umfangsmiklir þessir styrkir hafa verið, og skili skýrslu um það," segir hann. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
"Skiptar skoðanir hafa verið milli flokkanna hvort eigi að opna bókhald þeirra og sumir hafa ákveðið að upplýsa um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir hafa ekki viljað upplýsa neitt. Væntanlega telja menn sig að einhverju leyti bundna af því að hafa gefið út yfirlýsingar um trúnað áður og þeir séu því bundnir af trúnaði gagnvart styrktaraðilum sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé ekki gagnvart olíufélögunum því að stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagnvart þess háttar starfsemi þegar talið er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir 40 milljarða tjóni. Þá tel ég í rauninni að flokkarnir eigi allir að upplýsa um þessi tengsl," segir Helgi Hjörvar alþingismaður. "Hinsvegar er óraunsætt að stjórnarflokkarnir sem hafa sérstaklega verið andvígir því að upplýsa um styrki muni opna bókhald sitt vegna þessa. Mér finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir hreinsi stjórnvöld af öllum grun um að hafa hlíft olíufélögunum og fjársvelt Samkeppnisstofnun í allan þennan tíma vegna þess að þeir hafi fengið greiðslur frá félögunum. Ég hef því lagt til að flokkarnir leiti til Ríkisendurskoðunar um að hún skoði þessi fjárhagslegu samskipti. Þar með væri ekki verið að aflétta trúnaði eða opna bókhald. Einstakir flokkar gætu sett einhver skilyrði fyrir slíkri athugun en ég held að meginatriðið sé að Ríkisendurskoðunin kanni styrki til olíufélaganna almennt, hversu umfangsmiklir þessir styrkir hafa verið, og skili skýrslu um það," segir hann.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda