Þórólfur Árnason borgarstjóri? 10. nóvember 2004 00:01 "Mér datt í hug að bjóða Reykjavíkurlistanum að ráða mig í borgarstjórastarfið til að spara prentkostnað," segir Þórólfur Árnason. Hann býr á Álftanesi og vinnur hjá stórfyrirtækinu NTC sem í daglegu tali er kallað Sautján. Þórólfur Árnason er eini alnafni Þórólfs Árnasonar en að auki eiga þeir nafnann Árna Þórólf Árnason. Sá er fjórtán ára og býr á Seltjarnarnesi. Þórólfur segir það sársaukalaust að vera nafni borgarstjóra á þessum síðustu og verstu tímum, eins og sagt er, nema hvað heldur meira er hringt í hann en vanalega. "Það er einn og einn sem slysast á vitlausan mann og þannig hefur það verið lengi, reyndar alveg síðan Þórólfur kom heim frá námi á sínum tíma. Og það er heldur meira núna." Þeir nafnarnir eru ekki skyldir en fundum þeirra hefur borið saman. "Ég hef aðeins hitt hann og sagt honum af mér en við þekkjumst ekki neitt." Þórólfur Árnason er norðan úr landi en hefur búið á Álftanesi í fjórtán ár og unir hag sínum vel. Hann hefur aðeins skipt sér af stjórnmálum, var í sveitastjórnarmálunum á Álftanesinu en er hættur því vafstri. "Ég er í Sjálfstæðisflokknum," segir Þórólfur og bendir á að í pólitík eigi þeir Þórólfur ekki samleið. Hann segir svolítið gantast með nafnið í sundlaugunum en hann syndir reglulega í Sundlaug Kópavogs. "Þar hef ég reyndar vanalega verið kallaður varaborgarstjórinn," segir Þórólfur og hlær. Hann þarf væntanlega að sjá á eftir þeim titli um mánaðamótin þegar borgarstjórinn hættir en gæti á móti hreppt sjálfan borgarstjórastólinn, þ.e. ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans eru hagsýnir og vilja spara sér bréfsefnið. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
"Mér datt í hug að bjóða Reykjavíkurlistanum að ráða mig í borgarstjórastarfið til að spara prentkostnað," segir Þórólfur Árnason. Hann býr á Álftanesi og vinnur hjá stórfyrirtækinu NTC sem í daglegu tali er kallað Sautján. Þórólfur Árnason er eini alnafni Þórólfs Árnasonar en að auki eiga þeir nafnann Árna Þórólf Árnason. Sá er fjórtán ára og býr á Seltjarnarnesi. Þórólfur segir það sársaukalaust að vera nafni borgarstjóra á þessum síðustu og verstu tímum, eins og sagt er, nema hvað heldur meira er hringt í hann en vanalega. "Það er einn og einn sem slysast á vitlausan mann og þannig hefur það verið lengi, reyndar alveg síðan Þórólfur kom heim frá námi á sínum tíma. Og það er heldur meira núna." Þeir nafnarnir eru ekki skyldir en fundum þeirra hefur borið saman. "Ég hef aðeins hitt hann og sagt honum af mér en við þekkjumst ekki neitt." Þórólfur Árnason er norðan úr landi en hefur búið á Álftanesi í fjórtán ár og unir hag sínum vel. Hann hefur aðeins skipt sér af stjórnmálum, var í sveitastjórnarmálunum á Álftanesinu en er hættur því vafstri. "Ég er í Sjálfstæðisflokknum," segir Þórólfur og bendir á að í pólitík eigi þeir Þórólfur ekki samleið. Hann segir svolítið gantast með nafnið í sundlaugunum en hann syndir reglulega í Sundlaug Kópavogs. "Þar hef ég reyndar vanalega verið kallaður varaborgarstjórinn," segir Þórólfur og hlær. Hann þarf væntanlega að sjá á eftir þeim titli um mánaðamótin þegar borgarstjórinn hættir en gæti á móti hreppt sjálfan borgarstjórastólinn, þ.e. ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans eru hagsýnir og vilja spara sér bréfsefnið.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira