Afsagnir í beinni útsendingu 10. nóvember 2004 00:01 Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra lá í loftinu, líkt og afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra fyrir sléttum tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna höfðu beinst að þeim um skeið og ágengir blaðamenn spurt ítrekað hvort þeir ætluðu ekki að segja af sér. Undir sama kastljósi tilkynntu þeir svo afsögn sína og þjóðin horfði á heima í stofu. Þórólfur og Guðmundur Árni völdu svipaðan vettvang fyrir afsagnarfundi sína. Þórólfur kaus Höfða sem er móttökuhús borgarstjórnar en Guðmundur Árni boðaði fréttamenn á sinn fund í Rúgbrauðsgerðina en þar voru ráðstefnu- og veislusalir ríkisins. Báðir hafa eflaust átt gleðilegri stundir í þessum húsakynnum. Þegar yfirlýsingar þeirra eru bornar saman má sjá að báðir segja af sér án þess þó að telja að beinar gjörðir þeirra kalli á það. Þórólfur sagði það sitt mat að ákvörðun um afsögn væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan og Guðmundur Árni sagðist vilja freista þess með afsögn sinni að Alþýðuflokkurinn fengi sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Hann sagðist ennfremur láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og að afsögnin bæri að án sakarefna eða þrýstings. Þórólfur sagðist vita að margir myndu verða ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét þess einnig getið að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu sem breyti mati hans á eigin hlut en það sé hins vegar meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Báðir sögðu þeir af sér embættum vegna mála sem ekki tengdust þáverandi störfum þeirra. Borgarstjórinn vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins og félagsmálaráðherrann vegna embættisfærslna í heilbrigðisráðuneytinu en þar réð hann ríkjum áður en hann varð félagsmálaráðherra. Það er líka athyglisvert að báðir gegndu þeir embættum sínum í skamman tíma. Guðmundur Árni var ráðherra í tæpa 17 mánuði og þegar Þórólfur lætur af embætti um mánaðamótin hefur hann verið borgarstjóri í 19 mánuði. Enn er athyglisvert að tvímenningarnir hlutu embætti sín vegna vistaskipta forvera sinna. Guðmundur Árni varð ráðherra í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar þegar Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson hættu í stjórnmálum. Þórólfur varð borgarstjóri í kjölfar framboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis. Og báðir kynntu þeir afsagnir sínar í beinni útsendingu og þjóðin horfði á heima í stofu.Þórólfur Árnason tilkynnir um afsögn sína 9.11.2004 Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra lá í loftinu, líkt og afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra fyrir sléttum tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna höfðu beinst að þeim um skeið og ágengir blaðamenn spurt ítrekað hvort þeir ætluðu ekki að segja af sér. Undir sama kastljósi tilkynntu þeir svo afsögn sína og þjóðin horfði á heima í stofu. Þórólfur og Guðmundur Árni völdu svipaðan vettvang fyrir afsagnarfundi sína. Þórólfur kaus Höfða sem er móttökuhús borgarstjórnar en Guðmundur Árni boðaði fréttamenn á sinn fund í Rúgbrauðsgerðina en þar voru ráðstefnu- og veislusalir ríkisins. Báðir hafa eflaust átt gleðilegri stundir í þessum húsakynnum. Þegar yfirlýsingar þeirra eru bornar saman má sjá að báðir segja af sér án þess þó að telja að beinar gjörðir þeirra kalli á það. Þórólfur sagði það sitt mat að ákvörðun um afsögn væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan og Guðmundur Árni sagðist vilja freista þess með afsögn sinni að Alþýðuflokkurinn fengi sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Hann sagðist ennfremur láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og að afsögnin bæri að án sakarefna eða þrýstings. Þórólfur sagðist vita að margir myndu verða ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét þess einnig getið að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu sem breyti mati hans á eigin hlut en það sé hins vegar meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Báðir sögðu þeir af sér embættum vegna mála sem ekki tengdust þáverandi störfum þeirra. Borgarstjórinn vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins og félagsmálaráðherrann vegna embættisfærslna í heilbrigðisráðuneytinu en þar réð hann ríkjum áður en hann varð félagsmálaráðherra. Það er líka athyglisvert að báðir gegndu þeir embættum sínum í skamman tíma. Guðmundur Árni var ráðherra í tæpa 17 mánuði og þegar Þórólfur lætur af embætti um mánaðamótin hefur hann verið borgarstjóri í 19 mánuði. Enn er athyglisvert að tvímenningarnir hlutu embætti sín vegna vistaskipta forvera sinna. Guðmundur Árni varð ráðherra í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar þegar Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson hættu í stjórnmálum. Þórólfur varð borgarstjóri í kjölfar framboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis. Og báðir kynntu þeir afsagnir sínar í beinni útsendingu og þjóðin horfði á heima í stofu.Þórólfur Árnason tilkynnir um afsögn sína 9.11.2004
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira