Afsagnir í beinni útsendingu 10. nóvember 2004 00:01 Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra lá í loftinu, líkt og afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra fyrir sléttum tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna höfðu beinst að þeim um skeið og ágengir blaðamenn spurt ítrekað hvort þeir ætluðu ekki að segja af sér. Undir sama kastljósi tilkynntu þeir svo afsögn sína og þjóðin horfði á heima í stofu. Þórólfur og Guðmundur Árni völdu svipaðan vettvang fyrir afsagnarfundi sína. Þórólfur kaus Höfða sem er móttökuhús borgarstjórnar en Guðmundur Árni boðaði fréttamenn á sinn fund í Rúgbrauðsgerðina en þar voru ráðstefnu- og veislusalir ríkisins. Báðir hafa eflaust átt gleðilegri stundir í þessum húsakynnum. Þegar yfirlýsingar þeirra eru bornar saman má sjá að báðir segja af sér án þess þó að telja að beinar gjörðir þeirra kalli á það. Þórólfur sagði það sitt mat að ákvörðun um afsögn væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan og Guðmundur Árni sagðist vilja freista þess með afsögn sinni að Alþýðuflokkurinn fengi sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Hann sagðist ennfremur láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og að afsögnin bæri að án sakarefna eða þrýstings. Þórólfur sagðist vita að margir myndu verða ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét þess einnig getið að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu sem breyti mati hans á eigin hlut en það sé hins vegar meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Báðir sögðu þeir af sér embættum vegna mála sem ekki tengdust þáverandi störfum þeirra. Borgarstjórinn vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins og félagsmálaráðherrann vegna embættisfærslna í heilbrigðisráðuneytinu en þar réð hann ríkjum áður en hann varð félagsmálaráðherra. Það er líka athyglisvert að báðir gegndu þeir embættum sínum í skamman tíma. Guðmundur Árni var ráðherra í tæpa 17 mánuði og þegar Þórólfur lætur af embætti um mánaðamótin hefur hann verið borgarstjóri í 19 mánuði. Enn er athyglisvert að tvímenningarnir hlutu embætti sín vegna vistaskipta forvera sinna. Guðmundur Árni varð ráðherra í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar þegar Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson hættu í stjórnmálum. Þórólfur varð borgarstjóri í kjölfar framboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis. Og báðir kynntu þeir afsagnir sínar í beinni útsendingu og þjóðin horfði á heima í stofu.Þórólfur Árnason tilkynnir um afsögn sína 9.11.2004 Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra lá í loftinu, líkt og afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra fyrir sléttum tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna höfðu beinst að þeim um skeið og ágengir blaðamenn spurt ítrekað hvort þeir ætluðu ekki að segja af sér. Undir sama kastljósi tilkynntu þeir svo afsögn sína og þjóðin horfði á heima í stofu. Þórólfur og Guðmundur Árni völdu svipaðan vettvang fyrir afsagnarfundi sína. Þórólfur kaus Höfða sem er móttökuhús borgarstjórnar en Guðmundur Árni boðaði fréttamenn á sinn fund í Rúgbrauðsgerðina en þar voru ráðstefnu- og veislusalir ríkisins. Báðir hafa eflaust átt gleðilegri stundir í þessum húsakynnum. Þegar yfirlýsingar þeirra eru bornar saman má sjá að báðir segja af sér án þess þó að telja að beinar gjörðir þeirra kalli á það. Þórólfur sagði það sitt mat að ákvörðun um afsögn væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan og Guðmundur Árni sagðist vilja freista þess með afsögn sinni að Alþýðuflokkurinn fengi sanngjarna og hlutlæga umfjöllun. Hann sagðist ennfremur láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og að afsögnin bæri að án sakarefna eða þrýstings. Þórólfur sagðist vita að margir myndu verða ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét þess einnig getið að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu sem breyti mati hans á eigin hlut en það sé hins vegar meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Báðir sögðu þeir af sér embættum vegna mála sem ekki tengdust þáverandi störfum þeirra. Borgarstjórinn vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins og félagsmálaráðherrann vegna embættisfærslna í heilbrigðisráðuneytinu en þar réð hann ríkjum áður en hann varð félagsmálaráðherra. Það er líka athyglisvert að báðir gegndu þeir embættum sínum í skamman tíma. Guðmundur Árni var ráðherra í tæpa 17 mánuði og þegar Þórólfur lætur af embætti um mánaðamótin hefur hann verið borgarstjóri í 19 mánuði. Enn er athyglisvert að tvímenningarnir hlutu embætti sín vegna vistaskipta forvera sinna. Guðmundur Árni varð ráðherra í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnarinnar þegar Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson hættu í stjórnmálum. Þórólfur varð borgarstjóri í kjölfar framboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis. Og báðir kynntu þeir afsagnir sínar í beinni útsendingu og þjóðin horfði á heima í stofu.Þórólfur Árnason tilkynnir um afsögn sína 9.11.2004
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira