Áfram samstarf milli olíufélaganna 9. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda