Símafyrirtæki fá samkeppni 9. nóvember 2004 00:01 Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi". Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi".
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira