Enn óvissa um Þórólf 9. nóvember 2004 00:01 Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera, en samt ber meirihluti borgarbúa enn traust til hans og er ánægður með störf hans. Rúm vika er frá því að síðari hluti olíumálsins hófst þegar Samkeppnisstofnun skilaði endanlegri skýrslu um samráð olíufélaganna. Á þeim tíma sem liðinn er hafa grunnskólabörn í borginni farið aftur í skólann eftir sex vikna verkfall, notið kennslu í sex daga og farið svo aftur heim í verkfallsfrí. Svandís Svavarsdóttir, formaður félags Vinstri - grænna í Reykjavík, telur tímabært að borgarstjórnarflokkur R-listans snúi sér að öðru en að ræða hvort Þórólfur Árnason eigi að vera borgarstjóri eða ekki. Sérstaklega sé brýnt að ræða kennaraverkfallið. Henni finnst mál Þórólfs hafa tekið of langan tíma og nú þurfi vinnufrið til að fara að ræða það sem skipti máli. Svandís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun á því að Þórólfur eigi að víkja á þeim tíma sem honum var gefinn til að skýra sína hlið málsins, störf sín hjá Olíufélaginu Essó og þátttöku í samráðinu. Í kvöld verði félagsfundur hjá Vinstri - grænum og þá verði formleg afstaða flokksins í borginni ákveðin. Hún segir að það fólk sem hún hafi talað við hafi sömu afstöðu og það hafi haft hingað til og á því ekki von á breytingum í afstöðu flokksins. Málin verði þó að sjálfsögðu rædd vel og vandlega á fundinum í kvöld. Gallup kannaði afstöðu Reykvíkinga til borgarstjórans Þórólfs Árnasonar dagana 5.-8. nóvember. Ríflega 670 manns tóku þátt í könnuninni en úrtakið var eitt þúsund Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára, valdir af tilviljun úr þjóðskrá. Spurt var hvort fólk vildi að Þórólfur sæti áfram sem borgarstjóri eða segði af sér. Við því svaraði helmingur svarenda já en helmingur nei. Þá var spurt hvort fólk væri ánægt með störf Þórólfs í borginni. Tæplega 77 prósent sögðu já, tæp 7 prósent sögðu nei og tæplega 16,5 prósent vildu ekki taka afstöðu. Gallup hefur tvisvar áður beðið Reykvíkinga um að svara þessari spurningu; fyrst í september árið 2003 eftir mikla umræðu um frumskýrslu olíufélaganna það sumar. Ánægja borgarbúa með Þórólf hefur vaxið jafnt með hverri könnun. Að lokum var spurt hversu mikið traust fólk bæri til Þórólfs Árnasonar. Rúmlega 56 prósent segjast bera mikið traust til hans eða töluvert fleiri en telja hann eiga að vera áfram í embætti. 23 prósent aðspurðra bera lítið traust til Þórólfs en rúmur fimmtungur ber hvorki lítið né mikið traust til hans. Elsti hópurinn ber áberandi mest traust til Þórólfs. Erfiðlega hefur gengið að ná tali af borgarfulltrúum R-listans í dag, svo sem eins og aðra daga sem mál þetta hefur verið til umræðu. Heimildir fréttastofu herma að framsóknarmenn séu enn reiðubúnir að styðja Þórólf til áframhaldandi setu í stóli borgarstjóra. Samfylkingarmenn séu á báðum áttum en miklu þykir skipta að Ingibjörg Sólrún sé ekki reiðubúin að beita sér gegn honum. Þá hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður borgarstjórnar, sem kemur úr röðum Vinstri - grænna og hefur lýst því yfir að hann beri ekki fullt traust til Þórólfs, nú látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hafi aldrei sagt að Þórólfur ætti að hætta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira