Staðir fylgja fólki og fólk stöðum 8. nóvember 2004 00:01 "Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman." Hús og heimili Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
"Það má segja að í húsinu við Mímisveg 2a höfum ég og frú mín hafið búskap í byrjun árs 1979," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur. "Við höfðum reyndar verið saman í einhvern tíma áður, kynntumst erlendis og flökkuðum saman þar. Í þrjá mánuði eftir það vorum við svo mest í foreldrahúsum þangað til þetta hús kom til sögunnar. Ég man að á þessum tíma var gríðarleg eftirspurn hjá ungu fólki eftir húsnæði. Það voru stofnaðar leigumiðlanir sem reyndust svo vera svikamyllur og fólk var að borga stórfé fyrir að fá forgang að því að leigja íbúðir sem síðan voru ekki til og allt eftir þessu. Okkur var til að mynda boðinn bílskúr við Leifsgötuna á fáránlega háu verði. Fallega og reisulega húsið við Mímisveg 2a var hins vegar miðpunkturinn í erfðadeilum og afar löngum og flóknum málaferlum. Á meðan var umsjón hússins í höndum lögfræðiskrifstofu sem leigði íbúðirnar út samkvæmt einhverri vísitölu og svo fór að við fengum þessa fínu íbúð gegn leigu sem var tæplega helmingur af því sem bílskúrinn átti að kosta. Svo við vorum mjög heppin." Og ekki bara með verðið. "Þarna var mjög gott að búa, staðsetningin alveg einstök fyrir fólk á okkar aldri og stutt í allar áttir. Íbúðin var ekki stór en alveg nógu stór fyrir okkur. Það voru margar íbúðir í húsinu og mannlífsflóran fjölbreytt á köflum." Íbúðin varð Einari að sjálfsögðu að yrkisefni. "Einn daginn þegar ég sat heima og var að skrifa BA-ritgerðina mína um T.S. Eliot fylltist húsið skyndilega af fasteignasölum sem komu til að verðmeta húsið. Ég notaði þetta atvik í stórt og mikið ljóð í bókinni Sendisveinninn er einmana sem heitir Fasteignasalarnir. Svo notaði ég erfðamálið líka mjög frjálslega í bókinni Rauðir dagar." Svo fór að erfðadeilan leystist á meðan þau hjónin bjuggu í húsinu og Einari stóð til boða að eignast íbúðina. "Og þá gerði ég vitleysu. Íbúðin var verðlögð á 10 milljónir á þágildandi verðlagi sem var bara svona meðalverð. Ég var hins vegar búinn að ákveða að ég ætlaði að freista gæfunnar á ritvellinum og treysti mér ekki til að festa mig í steinsteypu. Svo einhver annar keypti íbúðina og seldi hana síðan ári seinna á 24 milljónir. Svo má segja að ég hafi tapað á fasteignaviðskiptum." En hvað finnst honum um húsið í dag? "Við hjónin minnumst þessa húss með mikilli hlýju og heilsum því alltaf þegar við keyrum framhjá. Þetta voru skemmtilegir tímar í lífi okkar og mikið að gerast og sköpun í loftinu." En skyldi Einar telja að fyrsta heimilið móti fólk að einhverju leyti? "Já, auðvitað. Staðir sitja í manni og um leið og maður fer að hugsa um þá þá man maður hitt og annað. Ég held að staðir fylgi fólki alltaf og fólk stöðum þó stundum eigi fólk og staðir misjafnlega saman."
Hús og heimili Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira