Lagasetningar gegn rokki og róli 3. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun