Viðhald á flísum 1. nóvember 2004 00:01 Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna. Hús og heimili Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna.
Hús og heimili Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira