Samskiptin komin í eðlilegt horf 30. október 2004 00:01 Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50% Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Forysta sjómanna og útvegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Alþýðusambanda Austurlands og Vestfjarða annars vegar og Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn mun gilda til 31. maí 2008, ef hann verður samþykktur meðal aðildarfélaga. Frá gildistöku samningsins mun kauptrygging og aðrir launaliðir hækka um 16,5 prósent til 1. janúar 2008. Þá var einnig samið um aukin lífeyrisréttindi sjómanna. Frá 1. janúar 2007 munu iðgjaldsgreiðslur til lífeyrissjóðs nema tólf prósentum af öllum launum. Af því munu útvegsmenn greiða átta prósent. Þá var einnig samið um mótframlag útvegsmanna í séreignarsjóð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands segir að greiðslur í lífeyrissjóð hafi verið baráttumál sjómanna í mörg ár og fagnar því mjög þessu ákvæði samningsins. Þá segir hann einnig að uppsagnafrestur sjómanna gjörbreytist með þessum samningi og verði nú þrír mánuðir eftir fjögurra ára starf og einn mánuður eftir þriggja mánaða starf. Áður hafi hann verið einn mánuður eftir sex ár. "Við forystumenn sjómanna náðum samningum víðar. Eftir fund með fjármálaráðherra um sjómannaafsláttinn höfum við loforð upp á vasann að við honum verði ekki hreyft á samningstímanum." Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að litið sé á þennan samning sem mikilvægan hlekk í því að samskipti útvegsmanna og sjómanna komist í eðlilegt horf. Það sé þó ómögulegt að segja til um hvað hann kostar. "Þetta er tækifæri fyrir framtíðina. Það sem við sjáum í honum eru möguleikar á að auka tekjur bæði sjómanna og útgerðarmanna." Þar vísar hann til þess að tekjur sjómanna munu aukast ef fækkað er í áhöfn. Þetta er þáttur sem útvegsmenn hafa lagt áherslu á þegar aukin tækniþróun krefst færri sjómanna. Friðrik bendir þó á að víða sé ekki hægt að fækka í áhöfnum. Atkvæðagreiðslu um samninginn verður lokið 21. desember og segjast bæði forysta sjómanna og útvegsmanna ætla að mæla með því að hann verði samþykktur. Þetta er fyrsti samningur sjómanna frá 1995, þegar samningur fékkst að undangengnu verkfalli. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki samið án verkfalls síðan árið 1992. Samningur sjómanna og útgerðarmannaLaunahækkanirVið gildistöku4,35%1. janúar 20053,00%1. janúar 20063,50%1. janúar 20072,25%1. janúar 20083,50%
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira