Um 500 dæmi um samráð 29. október 2004 00:01 Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Í húsleitinni var lagt hald á mikið af gögnum og fljótlega komu í ljós sterkar vísbendingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um hvaða tilboð félögin ættu að gera vegna útboðs Herjólfs í Vestmannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árunum 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem einkenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjóranna hafi verið skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Samkeppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 tilvik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á samkeppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs þar sem gögn málsins sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðinu. Það hafi meðal annars verið gert með orðsendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn "yfir borð" í stað þess að vera með "óþolandi glannaskap" og senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og hann nemur um fjórum prósentum af útgjöldum almennings. Að mati samkeppnisráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr afslætti og leggja gjöld á viðskiptavini. Ýmisskonar annað samráð hafi verið milli félaganna og hafi það gengið svo langt að þau ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna og styrki til sjómannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 hafi olíufélögin haft með sér samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð. Þegar viðskiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnútana að tilraunir viðskiptavinanna urðu árangurslitlar. Samráð um gerð tilboða hafi átt að viðhalda markaðskiptingu félaganna og treysta afkomu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykjavíkurborg sem áttu í mörg hundruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Samráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerðarina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum á ákveðnum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samnings hafi olíufélögin skipt með sér markaðnum, meðal annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra í tilteknum stöðum og spornað í sameiningu gegn því að viðskiptavinir út á landi nytu afslátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skeljungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélögin skipt með sér einstökum viðskiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn, ÍSAL, og Kísiliðjan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Í húsleitinni var lagt hald á mikið af gögnum og fljótlega komu í ljós sterkar vísbendingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um hvaða tilboð félögin ættu að gera vegna útboðs Herjólfs í Vestmannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árunum 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem einkenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjóranna hafi verið skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Samkeppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 tilvik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á samkeppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs þar sem gögn málsins sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðinu. Það hafi meðal annars verið gert með orðsendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn "yfir borð" í stað þess að vera með "óþolandi glannaskap" og senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og hann nemur um fjórum prósentum af útgjöldum almennings. Að mati samkeppnisráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr afslætti og leggja gjöld á viðskiptavini. Ýmisskonar annað samráð hafi verið milli félaganna og hafi það gengið svo langt að þau ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna og styrki til sjómannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 hafi olíufélögin haft með sér samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð. Þegar viðskiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnútana að tilraunir viðskiptavinanna urðu árangurslitlar. Samráð um gerð tilboða hafi átt að viðhalda markaðskiptingu félaganna og treysta afkomu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykjavíkurborg sem áttu í mörg hundruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Samráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerðarina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum á ákveðnum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samnings hafi olíufélögin skipt með sér markaðnum, meðal annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra í tilteknum stöðum og spornað í sameiningu gegn því að viðskiptavinir út á landi nytu afslátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skeljungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélögin skipt með sér einstökum viðskiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn, ÍSAL, og Kísiliðjan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira