Hópur kennara vill fella tillöguna 29. október 2004 00:01 Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira