Óhneykslaður og allstaðar 28. október 2004 00:01 Ólafur Teitur Guðnason er blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Hann er líka ritstjóri síðustu hundrað ára í Stjórnarráði Íslands. Að auki hefur hann annað slagið lagt það fyrir sig að leiðrétta fréttaflutning í dagblöðum landsins telji hann hallað á ríkisstjórnina. Nú síðast hefur Ólafur Teitur svo tekið að sér að stjórna, ásamt öðrum, sunnudagsþætti á Skjá einum. Þessi dagskrá gæti vafalaust dugað dauðlegum mönnum en ekki er allt búið enn. Þótt Ólafur Teitur sé sjálfur í beinni útsendingu á Skjá Einum í hádeginu á sunnudögum hefur hann líka tíma til að horfa á þáttinn sem sendur er út á Stöð Tvö á sama tíma. Og ekki nóg með það; hann gefur sér líka tíma til að leiðrétta hann. Langt seilist lítill fingur. Líkja má þessu við að leikari sem tiltekið kvöld leikur á fjölum Borgarleikhúss taki að sér eftir á að leiðrétta kollega sína, þá sem léku í Þjóðleikhúsinu sama kvöld. Í vikunni var mér bent á fjölmiðlapistitil sem Ólafur Teitur skrifaði í Viðskiptablaðið þann 15. október síðastliðinn. Þar leiðréttir meistarinn orð Gunnars Smára Egilssonar sem hann lét falla í Silfri Egils helgina áður og bendir honum vinsamlega á villur síns vegar. Einnig birtir prófarkalesari ríkisstjórnarinnar setningar sem Þórhildur Þorleifsdóttir og undirritaður létu falla í sama þætti. Þetta er kunn tækni í herbúðum hægrimanna: Skrifum bullið út úr þeim og látum fíflin feisa það svart á hvítu. (Björn Bjarnason, Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson eru allir vel kunnir fyrir þetta bragð en Flokkurinn virðist eiga alla kjafta- og fréttatíma útprentaða á fæl uppí Bláhöll og það langt aftur í tímann.) Frasar sagðir í hita leiksins koma alltaf illa út á prenti. En látum það vera. Úr segulbandasafni Sjálfstæðisflokksins birtir Ólafur Teitur í grein sinni tvær setningar sem ég sagði í Silfri Egils sunnudaginn 10. október. Hann segir: “Þótt það liggi á mörkum þess sem fengist er við hér er ekki úr vegi að skrásetja nokkur önnur ummæli sem féllu í þessum þætti. Hallgrímur Helgason sagði um ríkisstjórnina: “Þeir svífast einhvern veginn einskis.... Það sem gerðist þarna í sumar var einhvern veginn mesta hneyksli sem ég hef upplifað í mínu lífi hér á Íslandi.” Hallgrímur sagði að þetta hefði verið slíkt áfall fyrir þjóðina að það væri núna fyrst að síast inn í vitund hennar. “Þetta er eins og þegar fólk lendir í nauðgun, maður hefur heyrt að þetta sé svipuð reynsla.” Niðurlag greinarinnar hljóðar svo: “Eftir þessi ummæli var dálítið kúnstugt þegar Gunnar Smári Egilsson sagði að sér sýndist Kristinn H. Gunnarsson vera “einn af þeim fáum mönnum sem halda nokkurn veginn sönsum í almennri umræðu hérna”. Greinin bar einmitt titilinn: “Að halda sönsum í umræðunni.” Ólafur Teitur vill fyrir alla muni sjá okkur halda sönsum, líka okkur þau sem sitjum í öðrum þáttum en hann sjálfur stjórnar. En það er ekki auðvelt fyrir menn að stjórna tveimur sjónvarpsþáttum samtímis, jafnvel þótt þeir heiti Ólafur Teitur Guðnason. Þess vegna vil ég, fyrst ég er á annað borð kominn inn á síður þessa bleika og bláa blaðs—og verandi algerlega með öllum sönsum við lyklaborð úti í bæ, fjarri hita augnabliksins—fá að nota tækifærið og ummorða þessar setningar aðeins. Ég sé það núna að það var óþarfi hjá mér að nota orðalagið “einhvern veginn”. Ég myndi frekar vilja sá þetta svona: Það sem ríkisstjórnin gerði í sumar er mesta hneyksli sem ég hef upplifað í mínu lífi hér á Íslandi. Í kjölfar þess að Forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar ákvað ríkisstjórnin að fara ekki eftir skýrum fyrirmælum stjórnarskrár og halda þjóðaratkvæðagreiðslu eins og henni bar að gera. Í staðinn beitti hún öllum þeim brellum sem henni komu til hugar; allt frá útúrflóknum prósentureikningi yfir í misvísandi álit svokallaðra lög”spekinga”. Hingað til hafði ég haldið að stjórnarskráin væri heilagt skjal sem innihéldi þær leikreglur sem stjórnmál á Íslandi færu eftir. En svo reyndist ekki vera þegar á hólminn kom. Loksins þegar menn þurftu á henni að halda reyndist stjórnarskráin vera úrelt plagg sem var langt frá því að vera heilagt og stútfullt af “túlkunaratriðum”. Ef til vill telur Ólafur Teitur það eðlilega stjórnarhætti þegar ríkisstjórn óhlýðnast stjórnarskrá en í mínum huga er það miklu meira en hneyksli. Ég hélt í hjarta mér að þessir tveir flokkar væru þrátt fyrir allt hornsteinar lýðræðis hér á landi. En í sumar gáfu þeir því langt nef. Í umræðu Silfurs um það hvort þjóðin væri á sama máli kom ég svo með þá skýringu að eftir stór sjokk þyrfti að líða tími þar til fólk áttaði sig á þeim, rétt eins og gerist þegar fólk lendir í því að verða nauðgað. Vonandi kemur að því að þjóðin áttar sig á því hvað það var í raun og veru sem gerðist sumarið 2004: Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók sér meiri völd en henni var leyfilegt. Samkvæmt stjórnarskrá. Með vinsamlegri kveðju skal Ólafi Teiti svo bent á þau einföldu sannindi að þegar menn stjórna sjónvarpsþætti er þeim miklu hollara að einbeita sér að því að gera þátt sinn sem bestan í stað þess að fjargviðrast yfir því sem verið er að segja á hinni stöðinni. Það eru miklu meiri líkur til þess að fólk nenni að horfa á þáttinn ef það veit að stjórnandi hans er ekki að horfa á annan þátt á meðan. Hallgrímur HelgasonGreinin birtist einnig í Viðskiptablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason er blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Hann er líka ritstjóri síðustu hundrað ára í Stjórnarráði Íslands. Að auki hefur hann annað slagið lagt það fyrir sig að leiðrétta fréttaflutning í dagblöðum landsins telji hann hallað á ríkisstjórnina. Nú síðast hefur Ólafur Teitur svo tekið að sér að stjórna, ásamt öðrum, sunnudagsþætti á Skjá einum. Þessi dagskrá gæti vafalaust dugað dauðlegum mönnum en ekki er allt búið enn. Þótt Ólafur Teitur sé sjálfur í beinni útsendingu á Skjá Einum í hádeginu á sunnudögum hefur hann líka tíma til að horfa á þáttinn sem sendur er út á Stöð Tvö á sama tíma. Og ekki nóg með það; hann gefur sér líka tíma til að leiðrétta hann. Langt seilist lítill fingur. Líkja má þessu við að leikari sem tiltekið kvöld leikur á fjölum Borgarleikhúss taki að sér eftir á að leiðrétta kollega sína, þá sem léku í Þjóðleikhúsinu sama kvöld. Í vikunni var mér bent á fjölmiðlapistitil sem Ólafur Teitur skrifaði í Viðskiptablaðið þann 15. október síðastliðinn. Þar leiðréttir meistarinn orð Gunnars Smára Egilssonar sem hann lét falla í Silfri Egils helgina áður og bendir honum vinsamlega á villur síns vegar. Einnig birtir prófarkalesari ríkisstjórnarinnar setningar sem Þórhildur Þorleifsdóttir og undirritaður létu falla í sama þætti. Þetta er kunn tækni í herbúðum hægrimanna: Skrifum bullið út úr þeim og látum fíflin feisa það svart á hvítu. (Björn Bjarnason, Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson eru allir vel kunnir fyrir þetta bragð en Flokkurinn virðist eiga alla kjafta- og fréttatíma útprentaða á fæl uppí Bláhöll og það langt aftur í tímann.) Frasar sagðir í hita leiksins koma alltaf illa út á prenti. En látum það vera. Úr segulbandasafni Sjálfstæðisflokksins birtir Ólafur Teitur í grein sinni tvær setningar sem ég sagði í Silfri Egils sunnudaginn 10. október. Hann segir: “Þótt það liggi á mörkum þess sem fengist er við hér er ekki úr vegi að skrásetja nokkur önnur ummæli sem féllu í þessum þætti. Hallgrímur Helgason sagði um ríkisstjórnina: “Þeir svífast einhvern veginn einskis.... Það sem gerðist þarna í sumar var einhvern veginn mesta hneyksli sem ég hef upplifað í mínu lífi hér á Íslandi.” Hallgrímur sagði að þetta hefði verið slíkt áfall fyrir þjóðina að það væri núna fyrst að síast inn í vitund hennar. “Þetta er eins og þegar fólk lendir í nauðgun, maður hefur heyrt að þetta sé svipuð reynsla.” Niðurlag greinarinnar hljóðar svo: “Eftir þessi ummæli var dálítið kúnstugt þegar Gunnar Smári Egilsson sagði að sér sýndist Kristinn H. Gunnarsson vera “einn af þeim fáum mönnum sem halda nokkurn veginn sönsum í almennri umræðu hérna”. Greinin bar einmitt titilinn: “Að halda sönsum í umræðunni.” Ólafur Teitur vill fyrir alla muni sjá okkur halda sönsum, líka okkur þau sem sitjum í öðrum þáttum en hann sjálfur stjórnar. En það er ekki auðvelt fyrir menn að stjórna tveimur sjónvarpsþáttum samtímis, jafnvel þótt þeir heiti Ólafur Teitur Guðnason. Þess vegna vil ég, fyrst ég er á annað borð kominn inn á síður þessa bleika og bláa blaðs—og verandi algerlega með öllum sönsum við lyklaborð úti í bæ, fjarri hita augnabliksins—fá að nota tækifærið og ummorða þessar setningar aðeins. Ég sé það núna að það var óþarfi hjá mér að nota orðalagið “einhvern veginn”. Ég myndi frekar vilja sá þetta svona: Það sem ríkisstjórnin gerði í sumar er mesta hneyksli sem ég hef upplifað í mínu lífi hér á Íslandi. Í kjölfar þess að Forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar ákvað ríkisstjórnin að fara ekki eftir skýrum fyrirmælum stjórnarskrár og halda þjóðaratkvæðagreiðslu eins og henni bar að gera. Í staðinn beitti hún öllum þeim brellum sem henni komu til hugar; allt frá útúrflóknum prósentureikningi yfir í misvísandi álit svokallaðra lög”spekinga”. Hingað til hafði ég haldið að stjórnarskráin væri heilagt skjal sem innihéldi þær leikreglur sem stjórnmál á Íslandi færu eftir. En svo reyndist ekki vera þegar á hólminn kom. Loksins þegar menn þurftu á henni að halda reyndist stjórnarskráin vera úrelt plagg sem var langt frá því að vera heilagt og stútfullt af “túlkunaratriðum”. Ef til vill telur Ólafur Teitur það eðlilega stjórnarhætti þegar ríkisstjórn óhlýðnast stjórnarskrá en í mínum huga er það miklu meira en hneyksli. Ég hélt í hjarta mér að þessir tveir flokkar væru þrátt fyrir allt hornsteinar lýðræðis hér á landi. En í sumar gáfu þeir því langt nef. Í umræðu Silfurs um það hvort þjóðin væri á sama máli kom ég svo með þá skýringu að eftir stór sjokk þyrfti að líða tími þar til fólk áttaði sig á þeim, rétt eins og gerist þegar fólk lendir í því að verða nauðgað. Vonandi kemur að því að þjóðin áttar sig á því hvað það var í raun og veru sem gerðist sumarið 2004: Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók sér meiri völd en henni var leyfilegt. Samkvæmt stjórnarskrá. Með vinsamlegri kveðju skal Ólafi Teiti svo bent á þau einföldu sannindi að þegar menn stjórna sjónvarpsþætti er þeim miklu hollara að einbeita sér að því að gera þátt sinn sem bestan í stað þess að fjargviðrast yfir því sem verið er að segja á hinni stöðinni. Það eru miklu meiri líkur til þess að fólk nenni að horfa á þáttinn ef það veit að stjórnandi hans er ekki að horfa á annan þátt á meðan. Hallgrímur HelgasonGreinin birtist einnig í Viðskiptablaðinu
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun