Áhyggjur 10. bekkinga í verkfalli 25. október 2004 00:01 Rannveig Elba Magnúsdóttir nemandi í tíunda bekk Háteigsskóla hefur miklar áhyggjur af áhrifum af verkfalli kennara á nám hennar. "Allir sem eru með mér í bekk eru vonlitlir um að ná samræmdu prófunum," segir Rannveig. Meirihluti bekkjarfélaga hennar íhugi að fara í iðnnám vegna verkfallsins. Iðnskólinn í Reykjavík gæti orðið fyrir valinu: "Allir í bekknum ætluðu að fara saman í Menntaskólann í Hamrahlíð því skólinn er svo rétt hjá okkur. Það er enginn að vonast eftir því núna." Veróníka Gunnarsdóttir nemandi í tíunda bekk í Rimaskóla hyggur á framhaldsnám í Borgarholtsskóla. Hún telur það geta orðið henni erfiðara vegna verkfallsins því hún þurfi að leggja hart að sér vegna lesblindu. Veróníka telur verkfallið koma mjög illa niður á tíundu bekkingum. Hún hefur aðeins verið að læra. "Til dæmis að klára ritgerðir sem við áttum að gera. Annars eyðir maður tímanum með krökkunum úr skólanum en ég hef einnig verið að passa systkini mín." Árni Stefán Haldorsen nemandi í tíunda bekk í Hagaskóla hefur ekki áhyggjur af námsframvindu sinni í verkfalli kennara. "Ég ætla að sækja um í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég hef ekkert sérstaklega velt fyrir mér hvort verkfallið hafi einhver áhrif á það," segir Árni. Nemendurnir standi örugglega allir í sömu sporum þegar verkfalli kennara ljúki. Árni segir svo virðast sem kennarar dragi verkfallið á langinn því sveitarfélögin geti ekki nætt kröfum þeirra. Það geti þó verið að orð sveitarfélaganna séu liður í samningatækni þeirra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Rannveig Elba Magnúsdóttir nemandi í tíunda bekk Háteigsskóla hefur miklar áhyggjur af áhrifum af verkfalli kennara á nám hennar. "Allir sem eru með mér í bekk eru vonlitlir um að ná samræmdu prófunum," segir Rannveig. Meirihluti bekkjarfélaga hennar íhugi að fara í iðnnám vegna verkfallsins. Iðnskólinn í Reykjavík gæti orðið fyrir valinu: "Allir í bekknum ætluðu að fara saman í Menntaskólann í Hamrahlíð því skólinn er svo rétt hjá okkur. Það er enginn að vonast eftir því núna." Veróníka Gunnarsdóttir nemandi í tíunda bekk í Rimaskóla hyggur á framhaldsnám í Borgarholtsskóla. Hún telur það geta orðið henni erfiðara vegna verkfallsins því hún þurfi að leggja hart að sér vegna lesblindu. Veróníka telur verkfallið koma mjög illa niður á tíundu bekkingum. Hún hefur aðeins verið að læra. "Til dæmis að klára ritgerðir sem við áttum að gera. Annars eyðir maður tímanum með krökkunum úr skólanum en ég hef einnig verið að passa systkini mín." Árni Stefán Haldorsen nemandi í tíunda bekk í Hagaskóla hefur ekki áhyggjur af námsframvindu sinni í verkfalli kennara. "Ég ætla að sækja um í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég hef ekkert sérstaklega velt fyrir mér hvort verkfallið hafi einhver áhrif á það," segir Árni. Nemendurnir standi örugglega allir í sömu sporum þegar verkfalli kennara ljúki. Árni segir svo virðast sem kennarar dragi verkfallið á langinn því sveitarfélögin geti ekki nætt kröfum þeirra. Það geti þó verið að orð sveitarfélaganna séu liður í samningatækni þeirra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira