Ferðin ekki verkfallsbrot 24. október 2004 00:01 Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira