Samkeppnisstofnun gagnrýnd 22. október 2004 00:01 "Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
"Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira