Öll íslensku flugfélögin nefnd 22. október 2004 00:01 Íslenskt flugfélag er orðað við eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Breskir fjölmiðlar segja orðróm um yfirtökutilboð á kreiki. Avion Group, Icelandair og Iceland Express eru öll nefnd sem hugsanlegir kaupendur. Orðrómurinn um yfirtöku easyJet olli því að gengi bréfa í félaginu hækkaði í gær og rauk upp í morgun, hækkaði um sextán prósent. Sjö prósent hlutafjárins í félaginu skiptu um hendur í gær og er talið að nýir fjárfestar, líklega hópur Íslendinga, hafi jafnvel þegar tryggt sér meira en þrjú prósent hlutafjárins sem þýðir að þeir verði að gera grein fyrir hlutafjáreign sinni innan tíðar. Sömu sérfræðingar segja engar líkur á að Íslendingarnir ætli sér einungis að eiga lítinn hlut í easyJet, sé eitthvað að marka kaupgleði annarra íslenskra fjárfesta eins og Baugs og Kaupþings. Tíu prósenta hlutur hljóti að teljast lágmark og líkur séu á að þeir vilji meira. Blaðamenn Guardian telja líklegast að Avion Group, móðurfélag flugfélagsins Atlanta, Icelandair eða Iceland Express séu hér á ferð. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur flugfélagsins Atlanta stofnuðu móðurfélag utan um eignir sínar á dögunum og gáfu því nafnið Avion Group. Þeir keyptu um leið breska flugfélagið Excel Airways. Samkvæmt traustum heimildum fréttastofunnar hefur Avion Group hins vegar ekki sýnt áhuga á easyJet. Stjórnendur Icelandair lýstu því yfir í ágúst að stefnt væri að sókn og vexti á alþjóðamarkaði. Þegar fréttastofan innti Guðjón Arngrímsson, talsmann Flugleiða, eftir því hvort að Icelandair væri að kaupa easyJet vildi hann ekki tjá sig um málið á þessu stigi dagsins, eins og hann orðaði það. Viðmælendur fréttastofunnar segja hugsanlegt að Flugleiðum sé haldið fyrir utan viðskiptin og að þau fari fram í gegnum Oddaflug, eignarhaldsfélag í eigu Hannesar Smárasonar, aðaleiganda og stjórnarformanns Flugleiða. Ekki náðist í Hannes fyrir fréttir þar sem hann var á fundi. Aðrir fjölmiðlar segja orðróm á kreiki um hugsanlega yfirtöku easyJet og nefna til sögunnar keppinautinn Ryanair. En nú undir hádegi neituðu talsmenn fyrirtækisins því að hafa nokkurn áhuga á því að kaupa easyJet. Fyrr frysi í helvíti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Íslenskt flugfélag er orðað við eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Breskir fjölmiðlar segja orðróm um yfirtökutilboð á kreiki. Avion Group, Icelandair og Iceland Express eru öll nefnd sem hugsanlegir kaupendur. Orðrómurinn um yfirtöku easyJet olli því að gengi bréfa í félaginu hækkaði í gær og rauk upp í morgun, hækkaði um sextán prósent. Sjö prósent hlutafjárins í félaginu skiptu um hendur í gær og er talið að nýir fjárfestar, líklega hópur Íslendinga, hafi jafnvel þegar tryggt sér meira en þrjú prósent hlutafjárins sem þýðir að þeir verði að gera grein fyrir hlutafjáreign sinni innan tíðar. Sömu sérfræðingar segja engar líkur á að Íslendingarnir ætli sér einungis að eiga lítinn hlut í easyJet, sé eitthvað að marka kaupgleði annarra íslenskra fjárfesta eins og Baugs og Kaupþings. Tíu prósenta hlutur hljóti að teljast lágmark og líkur séu á að þeir vilji meira. Blaðamenn Guardian telja líklegast að Avion Group, móðurfélag flugfélagsins Atlanta, Icelandair eða Iceland Express séu hér á ferð. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur flugfélagsins Atlanta stofnuðu móðurfélag utan um eignir sínar á dögunum og gáfu því nafnið Avion Group. Þeir keyptu um leið breska flugfélagið Excel Airways. Samkvæmt traustum heimildum fréttastofunnar hefur Avion Group hins vegar ekki sýnt áhuga á easyJet. Stjórnendur Icelandair lýstu því yfir í ágúst að stefnt væri að sókn og vexti á alþjóðamarkaði. Þegar fréttastofan innti Guðjón Arngrímsson, talsmann Flugleiða, eftir því hvort að Icelandair væri að kaupa easyJet vildi hann ekki tjá sig um málið á þessu stigi dagsins, eins og hann orðaði það. Viðmælendur fréttastofunnar segja hugsanlegt að Flugleiðum sé haldið fyrir utan viðskiptin og að þau fari fram í gegnum Oddaflug, eignarhaldsfélag í eigu Hannesar Smárasonar, aðaleiganda og stjórnarformanns Flugleiða. Ekki náðist í Hannes fyrir fréttir þar sem hann var á fundi. Aðrir fjölmiðlar segja orðróm á kreiki um hugsanlega yfirtöku easyJet og nefna til sögunnar keppinautinn Ryanair. En nú undir hádegi neituðu talsmenn fyrirtækisins því að hafa nokkurn áhuga á því að kaupa easyJet. Fyrr frysi í helvíti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira