Samkeppnisyfirvöld gagnrýnd 20. október 2004 00:01 Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira