Skoðun

Ákaflega jákvætt skref

Sæll Egill. Búinn að fylgjast með þættinum frá upphafi en datt út síðasta vetur vegna þess tíma sem þátturinn var á.  Núna er þetta allt annað og það að hægt sé að nálgast þáttinn á vefnum er barasta tærasta snilld.  Missi aldrei af honum núna. Gæðin á vefsjónvarpinu er líka til mikillar fyrirmyndar, hljóð- og myndgæði í hæsta gæðaflokki. Miklu betri en á ruv.is.  Félagar mínir sem búa í Evrópu og Bandaríkjunum fylgjast einnig með hverjum þætti núna og hafa talað um það að fyrra bragði hvað þetta er mikil framför. Reyndar var það félagi minn í USA sem benti mér á að núna væri hægt að nálgast þáttinn á vefnum. Með þökk fyrir vandaða þáttagerð (ljósið í myrkri íslensks fjölmiðladoða). Sigfús Þ. Sigmundsson B.A. í stjórnmálafræði



Skoðun

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×