Fékk óskina áttfallt uppfylta 19. október 2004 00:01 Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur. "Ég hef sótt í þrígang áður um undanþágur. Þá hef ég sótt um fyrir þá sérkennara sem kenna í sérdeildinni og alltaf fengið höfnun," segir Yngvi. Sigurður Óli Kolbeinsson fulltrúi Launanefndarinnar í undanþágunefndinni segir í bókun í fundagerð gærdagsins að verið sé að sækja um undanþágu fyrir mun fleiri starfsmenn en nauðsynlegt sé til að afstýra neyðarástandi: "KÍ er augljóslega að hafa einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni þeirra barna sem sótt er um undanþágu vegna." Þórarna Jónasdóttir fulltrúi kennara í undanþágunefndinni segir aldeilis ekki verið að setja hagsmuni kennara börnunum framar. Hún tjái sig ekki um einstakar beiðnir sem komi fyrir nefndina. Yngvi segir kröfur Kennarasambandsins um alla kennarar til kennslu hafa komið sér á óvart. Mismunandi sé hve mikið börnin sæki tíma hjá kennurunum í almennum bekkjum. Það fari niður í tvo tíma en sé mest um tólf tímar. Hann treysti sér ekki að upplýsa hvernig starfskraftar kennaranna verði nýttir umfram tímakennsluna. Það sé viðkvæmt mál og í athugun. "Börnin þekkja sérdeildina og eru vön að vera þar. Þau verða hins vegar ein með kennurunum og starfsmanni sérdeildar í þeim tímum sem þau eiga að sækja í almennu bekkina með bekkjarfélögum. Það er undarleg staða," segir Yngvi. Umsókn Fellaskóla fyrir alla sex kennara tveggja einhverfra barna í nýstofnaðri sérdeild var frestað þrátt fyrir loforð borgarinnar um full laun kennurunum til handar. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri segir tilgreinda ástæðu hafa verið ónógar upplýsingar. Málið verði skoðað. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur. "Ég hef sótt í þrígang áður um undanþágur. Þá hef ég sótt um fyrir þá sérkennara sem kenna í sérdeildinni og alltaf fengið höfnun," segir Yngvi. Sigurður Óli Kolbeinsson fulltrúi Launanefndarinnar í undanþágunefndinni segir í bókun í fundagerð gærdagsins að verið sé að sækja um undanþágu fyrir mun fleiri starfsmenn en nauðsynlegt sé til að afstýra neyðarástandi: "KÍ er augljóslega að hafa einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en hagsmuni þeirra barna sem sótt er um undanþágu vegna." Þórarna Jónasdóttir fulltrúi kennara í undanþágunefndinni segir aldeilis ekki verið að setja hagsmuni kennara börnunum framar. Hún tjái sig ekki um einstakar beiðnir sem komi fyrir nefndina. Yngvi segir kröfur Kennarasambandsins um alla kennarar til kennslu hafa komið sér á óvart. Mismunandi sé hve mikið börnin sæki tíma hjá kennurunum í almennum bekkjum. Það fari niður í tvo tíma en sé mest um tólf tímar. Hann treysti sér ekki að upplýsa hvernig starfskraftar kennaranna verði nýttir umfram tímakennsluna. Það sé viðkvæmt mál og í athugun. "Börnin þekkja sérdeildina og eru vön að vera þar. Þau verða hins vegar ein með kennurunum og starfsmanni sérdeildar í þeim tímum sem þau eiga að sækja í almennu bekkina með bekkjarfélögum. Það er undarleg staða," segir Yngvi. Umsókn Fellaskóla fyrir alla sex kennara tveggja einhverfra barna í nýstofnaðri sérdeild var frestað þrátt fyrir loforð borgarinnar um full laun kennurunum til handar. Þorsteinn Hjartarson skólastjóri segir tilgreinda ástæðu hafa verið ónógar upplýsingar. Málið verði skoðað.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira