Öftust í forgangsröðinni 18. október 2004 00:01 Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira