Hressir eftir að Vaidas dó 18. október 2004 00:01 Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira